Yfirvöld í Kína hafa skorið upp herör gegn bananaáti í beinni. Ekki þó öllu bananaáti, heldur því sem þykir helst til ögrandi og finna má á netinu.
Menningarráðuneytið telur að iðjan, sem notið hefur vaxandi vinsælda, sé skaðleg siðgæði þjóðarinnar og eigi ekkert erindi við almenning.
Í flestum tilfellum eru það konur sem stilla sér upp fyrir framan vefmyndavélarnar, líkt og fram kemur í frétt Women‘s Health.
Yfirvöld hafa sérlegar áhyggjur að ástandinu, enda algengt að ungmenni bæði taki þátt í útsendingunum, sem og horfi á þær.
Þá hefur einnig verið lagt blátt bann við því að streyma efni á netinu, íklæddur sokkaböndum.