Melania Trump kaus í kjól frá Gucci

Melania Trump í Gucci á kjörstað.
Melania Trump í Gucci á kjörstað. AFP

Mel­ania Trump for­setafrú Banda­ríkj­anna mætti á kjörstað í Flórída í gær í sum­ar­leg­um kjól frá ít­alska há­tísku­merk­inu Gucci. Frú Trump kaus í Flórída og því kem­ur sum­ar­legi kjóll­inn henn­ar ekki á óvart. 

Við kjól­inn var for­setafrú­in í ljós­um hæla­skóm frá Christian Lou­bout­in og með tösku frá Her­mes. Það er nóg til af pen­ing­um hjá Trump-hjón­un­um en á vef Daily Mail kem­ur fram að kjóll frú Trump kosti 4.500 banda­ríkja­dali eða um 630 þúsund ís­lensk­ar krón­ur. Task­an er síðan met­in á 17 þúsund banda­ríkja­dali eða um 2,4 millj­ón­ir ís­lenskra króna. 

For­setafrú­in brosti til ljós­mynd­ara en hún var ekki með grímu þegar hún mætti á kjörstað. Frú Trump greind­ist með kór­ónu­veiruna fyr­ir rúm­um mánuði á sama tíma og eig­inmaður henn­ar. 

Klæðnaður Melaniu Trump var látlaus og sumarlegur.
Klæðnaður Mel­aniu Trump var lát­laus og sum­ar­leg­ur. AFP
Skór Christian Louboutin eru þekkjast á rauða litnum.
Skór Christian Lou­bout­in eru þekkj­ast á rauða litn­um. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda