Mikilvægt að fólk geri hreint fyrir sínum dyrum

Ingibjörg Dögg er annar ritstjóra miðilsins, sem varð til úr …
Ingibjörg Dögg er annar ritstjóra miðilsins, sem varð til úr samruna Stundarinnar og Kjarnans. Samsett mynd

Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dótt­ir, ann­ar rit­stjóra Heim­ild­ar­inn­ar, seg­ir rit­stjórn miðils­ins taka mis­sögn Eddu Falak um störf sín í Kaup­manna­höfn al­var­lega.

Hún tel­ur þó mik­il­vægt að ekki verði dregið úr trú­verðug­leika þeirra kvenna sem hafa stigið fram í viðtöl­um Eddu.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Ingi­björg það liggja fyr­ir að Edda hafi í gegn­um nám sitt í Kaup­manna­höfn „kynnst menn­ingu“ þeirra fyr­ir­tækja, sem hún hef­ur áður sagst hafa starfað hjá.

Greindi frá starf­inu í Dag­mál­um

Edda hef­ur áður komið fram í helstu fjöl­miðlum lands­ins og greint frá störf­um sín­um í banka í Kaup­manna­höfn.

Í þætti Dag­mála, sem birt­ist 21. maí 2021, greindi Edda frá því að hún hefði fengið að heyra frá sam­starfs­fé­lög­um sín­um, sem hefðu unnið með henni í virt­um banka í Dan­mörku þar sem hún hefði verið í verðbréfamiðlun, að hún ætti ekki að vera birta mynd­ir af sér fá­klæddri.

Ekki hefði verið tekið jafn mikið mark á henn­ar skoðunum og annarra sam­starfs­fé­laga henn­ar. Hlusta má á þátt­inn hér.

Frosti Loga­son, fyrr­ver­andi fjöl­miðlamaður, vakti at­hygli á því að Edda hefði farið með rangt mál, þegar hún full­yrti að hún hefði unnið í virt­um banka í Kaup­manna­höfn. 

Til­tek­in fyr­ir­tæki á sviði fjár­mála

Edda tók viðtal við fyrr­ver­andi kær­ustu Frosta í mars í fyrra.

Í viðtali lýsti hún and­legu of­beldi af hálfu Frosta. Það leiddi til þess að hann fór í leyfi frá störf­um.

Rit­stjórn Heim­ild­ar­inn­ar og Edda gáfu út yf­ir­lýs­ingu vegna máls­ins í gær.

Þar kom fram að Edda hefði ekki greint rétt frá stöðu sinni „gagn­vart til­tekn­um fyr­ir­tækj­um á sviði fjár­mála“ þegar hún bjó í Dan­mörku og stundaði nám við Viðskipta­há­skól­ann í Kaup­manna­höfn.

Ekki var nán­ar greint frá eðli þess­ar­ar mis­sagn­ar, en tekið var fram að Edda bæðist vel­v­irðing­ar á henni.

Þótti rétt að biðjast af­sök­un­ar

Ingi­björg Dögg ræddi við mbl.is um málið.

Hvers vegna ákváðuð þið í rit­stjórn Heim­ild­ar­inn­ar að gefa þessa yf­ir­lýs­ingu út?

„Það var verið að óska eft­ir svör­um frá okk­ur. Við ákváðum að gefa þessa yf­ir­lýs­ingu út vegna þess að okk­ur fannst rétt, sem fjöl­miðill, að leita svara í þessu máli og að sann­leik­ur­inn kæmi fram. Það sem var rangt væri leiðrétt. Það væri geng­ist við því og beðist af­sök­un­ar. Það er eitt­hvað sem við leggj­um áherslu á, að upp­lýsa mál, hvort sem það varðar okk­ur sjálf eða aðra.“

Sú gagn­rýni hef­ur komið fram að það sé í raun mjög lítið í þess­ari yf­ir­lýs­ingu. Hvað seg­ir þú við því?

„Ég sá að það sat í fólki að við notuðum orðið mis­sögn, en með því var alls ekki mein­ing­in að gera lítið úr mál­inu eða al­var­leika þess. Held­ur var skiln­ing­ur okk­ar á þessu orði, og er, ef þú flett­ir orðinu upp í orðabók, að það nær yfir ansi margt. Meðal ann­ars þess sem þetta mál varðar. Þannig að það er ekki mein­ing okk­ar að gera lítið úr mál­inu með nein­um hætti,“ seg­ir Ingi­björg og bæt­ir við:

„Svo er þetta auðvitað starfs­manna­mál og það er spurn­ing hversu langt stjórn­end­ur ganga fram á op­in­ber­um vett­vangi í að ræða mál ein­stakra starfs­manna í smá­atriðum. Mér finnst við bera skyld­ur gagn­vart okk­ar starfs­fólki og mik­il­vægt að sýna öll­um virðingu.“

Kynnst menn­ingu fjár­mála­fyr­ir­tækja í gegn­um námið

Varðandi þetta orð, mis­sögn. Það hef­ur verið gagn­rýnt að þið sögðuð ekki beint út lyg­ar. Þegar ég fletti þessu orði upp í orðabók þá kem­ur lygi meðal ann­ars upp. Er það í raun það sem þið meinið með þessu orði, að hún hafi logið til um starfs­fer­il sinn í Dan­mörku?

„Það sem ligg­ur fyr­ir í mál­inu er að hún var að stunda nám í Kaup­manna­höfn þar sem hún var í tengsl­um við fjár­mála­fyr­ir­tæki. Þar kynnt­ist hún menn­ingu þess­ara fyr­ir­tækja og þeim viðhorf­um sem hún var að lýsa þegar hún var að tala um starfs­fer­il sinn. Hún kynnt­ist þess­um viðhorf­um sem snéru að því að hún gæti ekki verið tek­in al­var­lega á þess­um vett­vangi, ef hún væri að birta mynd­ir af sér fá­klæddri.“

Bæt­ir Ingi­björg við að Edda hafi unnið sam­kvæmt ströng­um kröf­um Stund­ar­inn­ar, nú Heim­ild­ar­inn­ar, og því ekki rétt að draga viðtöl henn­ar við brotaþola í efa.

„Þetta eru um­mæli sem hún læt­ur falla löngu áður en hún kem­ur inn á rit­stjórn okk­ar og hún mun vænt­an­lega sjálf út­skýra þetta bet­ur. Það sem hún hef­ur verið að gera í sam­starfi við okk­ur áður, og svo núna inni á rit­stjórn Heim­ild­ar­inn­ar síðastliðinn mánuð, stenst vinnu­brögð blaðamennsk­unn­ar,“ seg­ir Ingi­björg.

Hún hef­ur verið að fylgja þess­um regl­um sem að við fylgj­um. Þar eru gerðar mjög mikl­ar kröf­ur varðandi efni sem er að fara út, sér­stak­lega svo viðkvæm mál þar sem trú­verðug­leiki brotaþola er und­ir.“

Menn­ing­ar­stríð og hætta

Ingi­björg seg­ist einnig telja að nú hlakki í þeim sem séu and­stæðir málstað Eddu.

„Það er þetta menn­ing­ar­stríð. Þeir sem eru and­stæðir MeT­oo, þeir sem hafa hags­muna að gæta eða hafa orðið und­ir með ein­hverj­um hætti í þess­ari umræðu, vegna þess að þeir hafa gert eitt­hvað sem hef­ur verið af­hjúpað og op­in­berað – það hlakk­ar svo­lítið í þeim núna vegna þess að hætt­an er sú að þetta verði notað til að draga úr trú­verðug­leika brotaþola. Mér finnst mik­il­vægt að það ger­ist ekki, vegna þess að við ger­um mikl­ar kröf­ur í þess­um flóknu og erfiðu mál­um. Það er eng­in ástæða til að ef­ast um það sem hef­ur komið fram,“ seg­ir rit­stjór­inn.

„Það sem gerðist hérna er að maður sem á harma að hefna gagn­vart Eddu Falak og Heim­ild­inni, og hef­ur ráðið lög­mann til að beita sér gegn Heim­ild­inni, set­ur fram alls kon­ar ásak­an­ir á hend­ur Eddu Falak og kall­ar hana per­sónu­leik­araskaða. Þetta er þessi and­stæða við MeT­oo sem er að birt­ast.“

Krafa um fag­leg vinnu­brögð og heil­indi

Rætt hef­ur verið um trú­verðug­leika miðils­ins í heild. Sum­ir telja að dregið hafi verið úr hon­um þar sem það kem­ur í raun fram í yf­ir­lýs­ingu ykk­ar, að hún hafi logið um fyrri störf í Kaup­manna­höfn, án þess þó að þið notið orðið lyg­ar. Hvað finnst þér um þessa gagn­rýni, að með því að hafa hana í starfi sé verið að draga úr heild­ar­trú­verðug­leika miðils­ins?

„Við reyn­um að sýna það með verk­um okk­ar hvað það er sem við stönd­um fyr­ir. Við ger­um kröfu um fag­leg vinnu­brögð og heil­indi starfs­manna. Ef eitt­hvað ber út af er mik­il­vægt að fólk geri hreint fyr­ir sín­um dyr­um,“ seg­ir Ingi­björg að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda