Mbl.is leitar að 5 konum til að taka þátt í átakinu 10 árum yngri á 10 vikum. Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringarþerapisti og metsölubókarhöfundur gaf út bókina 10 árum yngri á 10 vikum í Danmörku fyrir tveimur árum. Nú er búið að þýða bókina yfir á íslensku og kemur hún út í lok apríl. Af því tilefni leitar mbl.is, í samstarfi við Þorbjörgu og Sölku bókaútgáfu, að 5 konum til að taka þátt í 10 vikna átaki.
Bókin 10 árum yngri á 10 vikum snýst um að taka mataræðið í gegn, henda út matvöru sem innheldur óæskileg efni, og hreinsa líkamann. Konurnar 5 þurfa að fara eftir bók Þorbjargar og á tímabilinu verður Þorbjörg þeim innan handar.
Á meðan á átakinu stendur mun mbl.is fylgjast með konunum, taka þær í vikuleg viðtöl og fylgja þeim eftir. Í byrjun átaksins þurfa konurnar að taka próf úr bók Þorbjargar. Sú sem nær mestum árangri í átakinu fær að veglegan vinning. HÉR er hægt að skrá sig.