Stórhættulegar megrunarpillur sem valda sturlun

Brasilísku megrunartöflurnar eru stóhættulegar.
Brasilísku megrunartöflurnar eru stóhættulegar. mbl.is/Allure

Fyrir tveimur árum var Thomas, sem er 38 ára hárgreiðslumeistari í New York, að greiða fyrir tískuvikuna og skildi ekkert í því hvað fyrirsæturnar voru undarlegar og ólíkar sjálfum sér. Í samtali við Allure segist hann hafa átt í sérstaklega miklum vandræðum með eina fyrirsætuna.

„Í hvert skipti sem ég reyndi að greiða henni, trylltist hún.“

Þegar hann hafði reynt að tjónka við hana nokkrum sinnum gafst hann upp og talaði við stjórnanda sýningarinnar.  Þá svaraði stjórnandinn eitthvað á þá leið að hún væri að taka brasilísku megrunartöflurnar og þær gerðu konur brjálaðar.

Thomas segir að fyrirsætur, sem voru komnar yfir þrítugt, hefðu sótt í brasilísku megrunartöflurnar. Megrunartöflurnar vöktu athygli hjá honum og ákvað hann á einhverjum tímapunkti að biðja vin sinn um að redda sér skammti. Á tveimur mánuðum missti hann 25 kíló.

„Þetta var mjög áreynslulaust. Ég hætti einfaldlega að hugsa um mat,“ segir Thomas og játar að hann hafi fengið mikla orku úr töflunum.

Hann var þó ekki lengi í paradís því sex vikum síðar vaknaði hann með miklar hjartsláttartruflanir og fann fyrir brjálæði. „Það var einmitt á þeim tímapunkti sem ég varð brjálaður.“

Hann fékk algera fóbíu fyrir snertingu sem gerði það að verkum að hann gat varla stundað kynlíf. Hann upplifði miklar skapsveiflur, aðra stundina var allt í blóma og hina stundina var hann við sturlunarmörk. Seinna komst hann að því að í töflunum var blanda af amfetamíni og þunglyndislyfjum, sem gerði það að verkum að hegðunin tók stökkbreytingum.

Fljótlega eftir að hann hætti að taka töflurnar hurfu einkennin og hann byrjaði aftur að fitna. Nú á hann í sama basli með aukakílóin og hefur ekki prófað neitt sem virkaði jafn vel og töflurnar. Hann ætlar þó ekki að láta amfetamín og þunglyndislyf inn fyrir sínar varir. Aldrei aftur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda