Sumarið er frábær tími til að æfa og ég hvet þig til þess að nýta það alveg í botn með því að hreyfa þig 4-6 sinnum í viku. Mjög gott er að nota góða veðrið til þess að fara út að hlaupa, í fjallgöngur, kraftgöngur, út að hjóla, á línuskauta, synda og svo má lengi telja.
Æfingin sem ég sýni þér í þessu myndbandi er mjög góð eftir þolþjálfun eins og ég taldi upp áðan ca 2x í viku. Ég myndi reyna að taka þessa lotu 1-3x í hvert sinn með góðri hvíld á milli og svo er ennþá betra að taka kviðæfingar á eftir og klára þar með góða æfingu.
Hafðu hugfast að
fjölbreytni í þjálfun skiptir gríðarlegu miklu máli til þess að ná
góðum árangri auk þess sem minni líkur eru þá á því að þú upplifir leiða
og hættir að æfa.