Á hráfæði í útilegunni

Arnar Gauti Sverrisson og Jóhanna Pálsdóttir.
Arnar Gauti Sverrisson og Jóhanna Pálsdóttir. mbl.is/úr einkasafni

Ofurparið Arnar Gauti Sverrisson og Jóhanna Pálsdóttir hafa eins og kunnugt er verið á hráfæði í rúmar tvær vikur. Að sögn Arnars gengur þetta ennþá gríðarlega vel og segjast finna mikinn líkamlegan mun á sér.

Aðspurður að því hvort hann hefði ekkert látið freistast á þessum tíma svaraði hann neitandi. „Við höfum alls ekki svindlað enda að gera þetta gagngert til að sjá hver áhrifin verða á sjúkdóma okkar,“segir Arnar Gauti sem þjáist af sykursýki tvö og Jóhanna er með rauða úlfa.

„Við höfum bæði fundið mikinn mun á okkur, engin spurning og erum alltaf að sökkva okkur dýpra í þessi fræði. Við erum að gera þetta gagngert undir handleiðslu Sollu á Gló og Guðrúnar Helgu Rúnarsdóttur hjá Blóðgreiningu.“

„Við ætlum fljótlega að skella okkur í útilegu og þá ætlar Solla að útbúa fyrir okkur sérstaka matarpakka þannig að við getum svo sannarlega tekið þátt í öllu án þess að yfirgefa beinu brautina,“ segir Arnar Gauti sem að mælir eindregið með hráfæðinu.

Jóhanna Pálsdóttir og Arnar Gauti Sverrisson eru komin á hráfæði.
Jóhanna Pálsdóttir og Arnar Gauti Sverrisson eru komin á hráfæði. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda