Vatnsdrykkja getur heilað sjúkdóma

Vatnsberi Ásmundar Sveinssonar.
Vatnsberi Ásmundar Sveinssonar.

Á meðan Dr. F. Batmaghelidj sat sem pólitískur fangi í fangelsi í Íran, komst hann að raun um að vatn eitt og sér gat læknað sár í meltingarveginum. Eftir að hann losnaði úr fangelsi hélt hann rannsóknum sínum áfram. Í bók sinni Your Body‘s Many Cries for Water, heldur hann því fram að líkaminn gefi merki um vatnsskort með því að búa til sársauka. Jafnframt útskýrir hann að með því að drekka meira vatn megi heila marga sjúkdóma meðal annars astma, liðagigt, of háan blóðþrýsting, hjartaöng, áunna sykursýki, lúpus og MS, en þetta eru meðal þeirra 90 sjúkdóma sem Dr. Batmagheldi tengir við þornun líkamsvefja.

Flestir telja að þeir þurfi ekki að drekka vatn nema þeir eru þyrstir og margir telja sig fá nægan vökva með því að drekka drykki eins og kaffi, te, gosdrykki, orkudrykki, ávaxtasafa og mjólk. Þorsti er hins vegar ekki rétti mælikvarðinn á þornun líkamsvefja því mesta vökvatapið (66%) verður í frumunum sjálfum. Um 26% tapast í gegnum utanfrumuvökva eða sogæðakerfið og einungis 8% tapast í gegnum blóðið. Þorsti ákvarðast af því magni vatns sem er í blóðinu, sem þýðir að þú getur drukkið nægilega mikið vatn til að bæta fyrir það tap, en nærð samt ekki að bæta upp það vökvatap sem verður í frumunum. Að auki eru margir drykkir sem fólk drekkur vatnslosandi, sem þýðir að þeir losa líkamann við meira vatn en þeir innihalda. Þeirra á meðal eru kaffi, te, gosdrykkir og áfengi, sem þýðir að eftir neyslu þeirra þarftu að drekka enn meira vatn.

 Vatn sem fegrunarlyf
Segja má að öldrun sé að mörgu leiti ferli sem byggist á þornun líkamsvefjanna. Til skýringar getum við hugsað okkur muninn á vínberi og rúsínu. Rúsína er ekkert annað en þurrkað vínber. Vínberið er þrýstið og safamikið en þurrkuð rúsínan er samanskroppin og krumpuð. Á vissan hátt skýrir þessi líking muninn annars vegar á frumu með nægilegan vökva og svo hins vegar á frumu sem er ofþornuð. Því er mikilvægt að drekka mikið vatn til að bæta líkamanum upp það vökvatap sem hann verður fyrir og til að viðhalda unglegu útliti.

Vantar líkama þinn vatn?
Fæstir drekka nægilega mikið vatn. Í raun drekka flestir allt annað en vatn. Þegar við drekkum ekki nægilega mikið vatn eiga nýrun erfiðara með að losa líkamann við úrgang. Úrgangurinn safnast saman í þvaginu, og hann ertir þvagblöðruna og þvagrásina. Við uppsöfnun á úrgangi verður hærra sýrustig í líkamanum sem eykur verki og getur m.a. leitt til höfuðverkja og liðverkja. Vökvaskortur hefur einnig slæm áhrif á heilann. Um 85% af honum er vatn og orkuframleiðsla heilans er háð nægilegu vökvamagni. Jafnvel smávægilegur vökvaskortur getur leitt til vandmála í tengslum við minni og einbeitingu, kvíða og þunglyndi eða aðrar skapgerðarsveiflur. Þetta er athyglisvert að hafa í huga þegar skoðað er hversu mörg börn og ungmenni drekka mikið af kóla- og orkudrykkjum með koffíni , þar sem svo mörg þeirra eiga við náms- og hegðunarörðugleika að stríða.

Þýtt og endursagt úr heimild á: http://www.treelite.com/articles/nf/natures-field---june-7-2011.html

HÉR eru fleiri greinar eftir Guðrúnu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda