Kófsveitt í baðfatamyndatöku

Íris Arnlaugsdóttir.
Íris Arnlaugsdóttir. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Íris Arn­laugs­dótt­ir seg­ist hafa svitnað þegar hún mátaði baðföt­in í Selenu og svo var æs­ing­ur­inn svo mik­ill að hún reif lokk úr hár­inu. Íris lýs­ir mynda­tök­unni og öllu sem henni fylgdi á bloggi sínu. 

„Eins og marg­ir vita (vona að það séu fleiri en ég) þá er ekki gam­an að máta föt.  Það var ekk­ert mál að velja fullt af flott­um sund­föt­um hjá Selenu og úr­valið var gott og þá meina ég marg­ar týp­ur af brók­um og hald­ara, al­veg eft­ir hvað hentaði hverj­um og ein­um.  En þegar ég kom inn í mát­un­ar­klef­ann þá kárnaði gamanið.  Ég byrjaði strax að svitna og hafði því miður gleymt að setja á mig deodor­ant og þess vegna var ég þarna sveitt með fýlu að klæða mig í bik­iní og þó að 11 kíló af spiki sé farið af mér þá horfði ég mig í spegl­in­um og sá að það var tölu­vert langt í land.  Ég mátaði nokkr­ar týp­ur, svitnaði enn meira, rak mig utan í vegg­ina og vissi ekki hvort ég ætlaði þegar mynd­ar­tökumaður­inn mætti með vi­deoca­mer­una.  Á e-h tíma­punkti þá flækti ég meira að segja væn­um lokk af hár­inu á mér í snag­ann inn í mát­un­ar­klef­an­um (get­ur það ör­ugg­lega eng­in nema ég) og ég var orðin svo fú­streruð að ég reif bara hel­vít­is hárið af.  Ég fann mér samt al­veg glæsi­legt Tank­ini sem fór mér bara mjög vel (grennti smá mag­ann og svona) en ég fékk svo lánaðan bik­inítopp fyr­ir mynd­ar­tök­una svo við vær­um nú all­ar eins (bannað að svindla).  Þannig að þegar ég labbi út úr Selenu var sátt og sæl með sund­föt­in en ang­andi af svita­lykt og illt í hausn­um þar sem ég hafði rifið hár­lokk­inn úr.“

Þegar hún kom upp í Morg­un­blaðshús fór hún í förðun hjá Hörpu Finns­dótt­ur förðun­ar­dömu. 

„Við mætt­um upp í Morg­un­blað og fór­um í förðun og þó ég segi sjálf frá þá var ég bara svo sæt þegar ég var búin í make up­inu.  Ég spjallaði við förðun­ar­döm­una og hún benti mér á að MAC væri með svona kvöld­nám­skeið í förðun og ég ætla sko þangað.“

Ok ég var orðin sæt og lyktaði vel og svo var komið að mynd­ar­tök­unni.  Ég auðvitað byrjaði að fá kvíðahnút í mag­ann.  Hel­vít­is mag­inn slit­inn og hrika­leg­ur og lær­in með kota­sælu­áferð.  En well ég var búin að ná frá­bær­um ár­angri, ég hlyti að líta bet­ur út en síðast þar sem 11 kg voru far­in og húðin var orðin miklu betri af góða mataræðinu og and­litið á mér allt annað en áður var.  Þess vegna brosti ég bara í hug­an­um og hugsaði með mér hvað ég yrði ennþá flott­ari eft­ir aðrar 10 vik­ur og sp meira að segja ljós­mynd­ar­ann hvort ég gæti ekki ör­ugg­lega komið aft­ur þegar ég væri orðin þrusukropp­ur svo ég gæti nú borið all­ar þess­ar mynd­ir sam­an.  Mynd­ar­tak­an var bara fín, Golli ljós­mynd­ari þrusu­v­an­ur og þol­in­móður og lét mig teygja og fetta á alla kanta.  Það varður bara gam­an að sjá þess­ar mynd­ir.

HÉR er hægt að lesa blogg Íris­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda