Ástralinn Allan Pease er einn helsti sérfræðingur heims í að lesa úr látbragði fólks, en saman hafa hann og kona hans skrifað bækur, haldið námskeið og fyrirlestra um samskipti fólks um allan heim. Bækur þeirra hafa komið út á yfir 50 tungumálum og mánaðarlega skrifa þau pistla sem lesnir eru af yfir 20 milljón manns - sjá: http://www.peaseinternational.com/. Eftirfarandi er kafli úr bók þeirra Why Men Don‘t Listen & Women Can‘t Read Maps.
Til eru margar sannanir fyrir því að kynlíf sé gott fyrir heilsuna. Séu ástarleikir stundaðir að meðaltali þrisvar í viku brenna þeir upp 35.000 kilojules, sem jafna má við það að hlaupa 130 kílómetra á ári. Við kynlíf eykst testóserón í líkamanum, sem á móti styrkir bein og vöðva og sér þér fyrir góðu kólesteróli. Kynlífsfræðingurinn Dr. Beverly Whipple segir: „Við kynlíf losar líkaminn um endorfín, sem er náttúrulegur kvalastillir líkamans. Það eykur vellíðan og getur því dregið úr höfuðverk, vöðvaspennu og gigtarverkjum."
Rétt áður en fullnægingu er náð losar líkaminn út hormónið DHEA (dehydroepiandrosterone), sem eflir starfsemi hugans, byggir upp ónæmiskerfið, kemur í veg fyrir æxlisvöxt og byggir upp bein. Hjá konum er það oxytósín, hormónið sem örvar löngunina í snertingu, sem myndast í miklu magni við kynlíf, svo og estrógen. Í bók sinni The Power of Five, sýnir Dr. Harold Bloomfield fram á það að estrógen tengist sterkari beinum og öflugra blóðrásarkerfi hjá konum. Áhrif þessara hormóna er að vernda hjartað og lengja lífið, þannig að meira kynlíf samsvarar lengra lífi og minni streitu. Listinn yfir þann ávinning sem er samfara þróttmiklu kynlíf verður því sífellt lengri.
HÉR eru fleiri greinar eftir Guðrúnu.