Svona áttu að fara að því að grennast

Með eftirbruna eykur þú brennslu líkamans.
Með eftirbruna eykur þú brennslu líkamans.

Eftirbruni sér til þess að líkami þinn heldur áfram að brenna aukafitu löngu eftir að þú hefur sparkað af þér íþróttaskónum.  Í nýjasta pistli Ágústu Johnson fjallar hún um eftirbrunann, sem er svo eftirsóknarverður, því með honum náum við árangri. 

Hvað er eftirbruni eða EPOC?
Þegar þú byrjar að hreyfa þig þarf líkami þinn aukna orku.  Í upphafi vinnur líkaminn loftfirrt þar til súrefnisnotkun eykst og líkaminn skiptir yfir í loftháða kerfið sem nýtir fyrst og fremst fitu sem orkugjafa. Loftfirrða kerfið vinnur án súrefnis. Það þýðir að líkaminn fer í svokallaða súrefnisskuld sem þarf að endurgjalda eftir að æfingu lýkur með aukinni súrefnisnotkun og hraðari efnaskiptum.  (Smá lífeðlisfræði...ekki hætta samt að lesa :-))

Eftirbruni stendur sem sagt  fyrir þá súrefnisnotkun sem líkaminn þarf á að halda til að komast aftur niður í hvíld (eðlilegt ástand) eftir álag erfiðrar loftfirrðar æfingar. Eftir snarpa og erfiða loftfirrða æfingu þarf líkaminn að hamast við að endurnýja súrefnisbirgðir og efnasambönd, losa líkamann við mjólkursýru, kæla líkamann o.fl. 

Hvaða æfingar stuðla að mestum eftirbruna?
Tveir lykilþættir hafa mest áhrif á eftirbruna, ákefð æfingarinnar annarsvegar og lengd æfingarinnar hinsvegar. Af þeim tveim hefur ákefðin meiri áhrif. Talið er að það taki líkamann allt frá 15 mín. og upp í 48 klukkustundir  að ná fullkomnu hvíldarástandi eftir æfingu.  

Eftirbruni verður mestur í æfingum sem eru stundaðar á meira álagi en 75% af hámarkssúrefnisupptöku.  Því meiri sem áreynslan er í æfingunni því meiri verður eftirbruninn og því lengur varir hann og því fleiri hitaeiningum brennir líkaminn.  

HÉR er hægt að lesa pistil Ágústu Johnson í heild sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda