Fín líkamsrækt að þrífa bílinn

Það er mjög góð líkamsrækt að þrífa bílinn.
Það er mjög góð líkamsrækt að þrífa bílinn. mbl.is/

Að púla í ræktinni eða stunda aðra líkamsrækt þarf ekki að vera það eina sem brennir kaloríum yfir daginn. Gott er að hugsa til viðbótar allt það sem maður gerir á degi hverjum eins og t.d. að rölta út í búð eða ganga upp stigann á þriðju hæð heima hjá sér.

Húsverkin eru líka góð leið til að fá dálitla útrás og púla um leið. Ef þú þurrkar rösklega af í hálftíma brennir þú 80 kaloríum, ef þú moppar gólfið á sama hátt í korter brennir þú 70 kaloríum og jafnvel aðeins meiru ef þú setur allt alveg á fullt. Á meðan þessu stendur er gott að setja einhverja hressandi og skemmtilega tónlist á fóninn og skúra, skrúbba og bóna svo af miklum móð.

Þrífðu bílinn af krafti

Ef þú vilt frekar gera eitthvað utandyra er tilvalið að drífa sig í að þrífa bílinn. Gerir þú það vel og vandlega og þrífur bílinn hátt og lágt jafnt utan sem innan ættir þú að geta brennt allt að 500 kaloríum. Ef þú ákveður að vera enn duglegri þann daginn og bóna bílinn líka bætist við þennan fjölda. Svo er nú skemmtilegt frá því að segja að það að undirbúa máltíð getur brennt nokkrum kaloríum þegar þú beygir þig upp og niður til að opna ofninn, þeytist um eldhúsið og kannski inn í stofu til að leggja á borðið. Þá er líka gott að spila einhverja skemmtilega tónlist til að dilla sér dálítið og syngja með.

Ekki það að kaloríur skipti okkur öll endilega miklu máli en það er dálítið skemmtilegt að velta fyrir sér hvað hversdagslegar athafnir sem við hugsum lítið um geta bætt við ágætis hreyfingu. Það safnast jú allt þegar saman kemur. Þessar upplýsingar er að finna á bresku vefsíðunni ivillage.co.uk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda