Helga Olgeirsdóttir er 19 kílóum léttari. Hún ákvað í febrúar síðastliðnum að þetta gengi ekki lengur en þá var hún orðin 94 kíló, var mjög orkulaus og leið ekki vel. Auglýsing frá Hönnu Kristínu Diðriksen kveikti í Helgu og fór hún í lífsstílsmat hjá henni. Um var að ræða 12 vikna aðhalds-og fræðslunámskeið. Hanna Kristín lagði til að Helga borðaði á þriggja tíma fresti og gætti þess vel að hafa matinn vel samsettan.
„Ég borða sex máltíðir á dag á þriggja tíma fresti. Ég passa upp á að borða góð prótein og kolvetni og fitu í hverri máltíð. Ég nota mikið af vörum frá Herbalife og baka og matreiði upp úr þeim,“ segir Helga.
Hún játar að lífið sé mun léttara eftir að hún hætti að burðast með 19 aukakíló og segist vera allt önnur manneskja. Hún hafði lengi velt því fyrir sér hvernig hún ætti að komast í form og var búin að prófa ýmsar leiðir eins og ketilbjöllur, pílates og að borða „hollt“ en ekkert gekk.
„Ég náði einfaldlega ekki að koma þessu heim og saman og var bara of svöng. Það leið líka of langur tími á milli máltíða hjá mér. Þegar ég heyrði af konu sem var búin að ná mjög miklum árangri með Herbalife ákvað ég að prófa.“
Fyrstu 11 vikurnar á námskeiðinu missti Helga 9 kíló og breyttist fituprósentan mikið. Í dag getur hún skokkað 3-4 kílómetra á 25 mínútum og nýtur hún þess að hlaupa þrisvar í viku. Áður en hún breytti um lífsstíl hafði hún aldrei getað hlaupið neitt.
Hvað borðar þú á venjulegum degi?
„Ég byrja daginn á Herbalife Aloa og vatni. Síðan drekk ég Herbalife te og eftir það blanda ég mér sjeik frá Herbalife. Klukkan tíu fæ ég mér próteinstöng og te. Í hádeginu borða ég skyr og fæ mér máltíðastöng og ávöxt. Klukkan þrjú fæ ég mér annan sjeik og borða góðan fisk í kvöldmat. Þá fæ ég mér lúðu, lax, þorsk eða túnfisk eða kjúlla, kalkún og fullt af litríku grænmeti. Stundum fæ ég mér tómatsúpuna frá Herbalife, hún er algjör snilld.“
Helga segir að átakinu sé ekki lokið. Hana langar til að komast niður í 70 kíló.
„Ég er 49 ára og 178 sm á hæð. Það væri frábært að komast niður í 70 kíló, þá væri þetta orðið ágætt.“
Áður en Helga byrjaði í átakinu borðaði hún lítið fyrri part dags en „gúffaði“ í sig seinni partinn eins og hún segir sjálf.
„Í dag er ég í miklu betra jafnvægi og hef meira úthald. Blóðsykurinn er alltaf til friðs í dag.“
Helga notar Herbalife-duftið ekki bara í sjeika heldur matbýr úr því.
„Ég set hlutfall af Herbalife dufti og próteinum inn í staðinn fyrir hveiti og heilveiti og annað mjöl með glúteini. Svo er hægt að nota Herbalife-súpuna til að gera pítsusósu eða grillsósu. Stundum blanda ég þessu líka út í gríska jógúrt ef ég vil gera kalda sósu,“ segir Helga og er alsæl með sig.