Önnur útgáfa af Kynlífs Biblíunni, í þýðingu Bergsteins Sigurðssonar, var að koma út. Í henni er listi yfir helstu draumóra kvenna þegar kemur að kynlífi.
Margar konur eiga eftirlætisdraumóra, erótískar kringumstæður sem sjá til þess að þær örvast þegar þær fróa sér eða þegar örvunin dvínar í ástarleiknum. Eftirlætisórarnir eru líklega einhver eftirtalinna:
1. Að elskast með einhverjum öðrum en maka sínum - algengasta fantasía bæði karla og kvenna (já, konur láta sig líka dreyma á meðan þær elskast).
2. Forboðni bólfélaginn - einhver af öðrum kynþætti, úr annarri stétt, ættingi, maki vinar eða vinkonu, yfirmaður eða aðstoðarmaður.
3. Fleiri en einn bólfélagi, yfirleitt kynlíf með maka og einhverjum öðrum. (Hjá körlum er draumurinn um tvær konur vinsæll.)
4. Rómantíska fantasían - kynlíf með maka á kjörnum stað, til dæmis á ströndinni við sólsetur.
5. Kynlíf með ókunnugum - til dæmis „dráttur án renniláss“ sem rithöfundurinn Erica Jong gerði frægan í skáldsögunni Fear of flying. Þar hittist ókunnugt fólk til dæmis í lest, ræðst hvað á annað og fötin hverfa á einhvern undraverðan hátt.
6. Þröngvað kynlíf - stundum kallað „nauðgunarórarnir“ - og reyndar algengt meðal bæði karla og kvenna. (Fantasían táknar löngun í kynlíf án ábyrgðar og sektarkenndar en ekki raunveruleg löngun til að vera nauðgað.)
7. Forboðnar kynlífsathafnir, til dæmis að stunda kynlíf á almannafæri eða BDSM.
8. Sýniþörf eða gægjuhneigð, þar sem maðurinn stundar annaðhvort kynlíf meðan einhver annar horfir á eða horfir á einhvern annan stunda kynlíf. (Algeng útgáfa meðal karla er að horfa á konu sína í rúminu með annarri konu.)
9. Kynlíf með einhverjum af sama kyni.
10. Kynlíf með einhverju frægum.