Sjálfstraustið hefur aukist til muna

Auður Guðmundsdóttir.
Auður Guðmundsdóttir. mbl.is/Golli

Auður Guðmundsdóttir, sem tekur þátt í Stjörnuþjálfun Smartlands og Hreyfingar, segir að það séu ekki bara kíló sem skipta máli því sjálfstraustið hafi batnað mikið. Hún talar um það í nýjustu bloggfærslu sinni.

„Breytingar á ummáli og rúmmáli eru ekki það eina sem búið er að gerast. Að sjálfsögðu fylgir þessu mikið bætt þol, úthald, styrkur og síðast en ekki síst bætt sjálfstraust. Mér var farið að líða hrikalega illa í eigin skinni og það að gera mig til fyrir framan spegilinn var kvöl og pína. Það er hrikalega vond tilfinning að vera ósáttur með sjálfan sig og mjög erfitt að koma sér af stað til að gera eitthvað í því. Í dag er ég komin vel á leið á þann stað sem ég vil vera á og líður mjög vel með sjálfa mig og er sátt við mig. Ég veit samt að þetta er bara byrjunin því það verður ekkert stoppað hér. Það að koma sér í form, halda sér í formi og vera sáttur við sjálfan sig er eilífðarverkefni en ekki bara eitthvert átak í nokkrar vikur. Ég hlakka til að halda áfram að vinna með sjálfa mig næstu sjö vikurnar og það verður gaman að sjá hvert ég verð komin þegar þessu lýkur, og ég hlakka mjög til þess að halda áfram að sinna þessu skemmtilega verkefni í framtíðinni. Ég vona svo innilega að ég geti verið hvatning fyrir aðrar konur og stelpur sem eru í sömu sporum og ég var í. Stelpur, þetta er hægt, þetta er vinna ég neita því ekki, en þetta er sko vinna sem er vel og ríkulega launuð.“

HÉR er hægt að lesa blogg Auðar í heild sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda