Helmingur þjáist af gyllinæð

Gyllinæð er alvarlegt heilsufarsvandamál.
Gyllinæð er alvarlegt heilsufarsvandamál.

Guðrún Bergmann talar um meltingarvandamál og gyllinæð í nýjasta pistli sínum.

Kyrrseta við störf, mikil innivera, almennt hreyfingarleysi, miklar stöður og léleg samsetning á fæðu fólks leiðir oft til ýmissa meltingarvandamála. Eitt af þeim meltingarvandamálum sem margir þjást af, en fáir vilja tala um er gyllinæð. Talið er að um helmingur fólks í Bandaríkjunum sem komið er yfir fimmtugt þjáist af þessum sjúkdómi . Gyllinæð myndast þegar bláæðar í endaþarminum bólgna við álag og ertingu og mynda æðahnúta, sem annað hvort geta verið innvortis eða útvortis. Helstu einkenni gyllinæðar eru blóð með hægðum, harðlífi og óþægindi eða sársauki við endaþarm.  

Þótt eldra fólk sé kannski líklegra til að fá gyllinæð, þá er algengt að barnshafandi konur fái hana. Til að draga úr líkum á að fá gyllinæð og til að bæta meltinguna almennt er hægt að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:  

Borðaðu meira af trefjum, því þær draga úr líkum á hægðatregðu. Gott er að borða ríkulega af ávöxtum, grænmeti og heilkornum eða taka inn psyllium husk eða aðrar trefjar, annað hvort í duftformi eða í hylkjum. Eins er gott að nota mulin hörfræ, sem setja má út í búst eða strá yfir salöt eða morgunkorn.

Forðastu fæðutegundir sem hafa ertandi áhrif, þar á meðal sterk krydd eins og rauðan pipar og sinnep, svo og drykki eins og kaffi, koffínlaust kaffi og áfengi, en allir þessir drykkir geta valdið bólgum í neðri hluta meltingarvegarins.

Drekktu mikið af vatni, meira en þú telur þig þurfa á að halda, til að hjálpa til að halda hægðunum mjúkum.

Stundaðu líkamsrækt reglulega til að viðhalda góðri meltingu og starfsemi í meltingarveginum.

Lærðu streitustjórnun. Of mikil streita getur leitt til ýmissa vandamála í meltingarveginum með því að valda truflunum á taugakerfinu sem stýrir starfsemi þarmanna. Því gæti verið gott að læra hugleiðslu eða slökunaræfingar til að stunda reglulega.

Forðastu að sitja of lengi, því langar setur tengjast oft gyllinæð.

Prófaðu að nota náttúrulyf. Gott er að taka inn magnesíum sítrat til að auka starfsemi þarmanna. Einnig er gott að taka góðan multidophillus sem bætir þarmaflóruna eða trefjablöndu með triphala, sem eykur starfsemi meltingarfæranna og sumum hentar vel að taka inn fljótandi aloe vera eftir máltíðir.

Sértu með gyllinæð er hægt að bera aloe vera hlaup á endaþarmssvæðið reglulega yfir daginn; nota saltvatn til að hreinsa svæði eftir salernisferðir og leggja volgar grisjur við svæðið í 10 mínútur í senn, oft á dag, til að auka blóðflæði og stuðla að heilun.

HÉR er hægt að lesa pistla Guðrúnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda