Margrét Edda hefur stundað íþróttir frá 4 ára aldri. Fyrst var hún í ballett og fimleikum og svo æfði hún listdans á skautum.
„Ég æfði listdansinn í 6 ár og fór svo í taekwondo en í því hef ég verið síðasta áratuginn. Ég byrjaði að lyfta þegar ég var 16 ára en byrjaði fyrir alvöru núna í sumar. Í dag lyfti á hverjum degi.“
Hvernig þjálfaðir þú þig fyrir mótið? „Ég byrjaði á því að taka mjög krefjandi og erfiðar æfingar og borðaði nóg af kolvetnum. Ég fékk mér Crea+ og Glutamin frá SCI-MX á hverjum degi. Ég fór svo í fjarþjálfun hjá Katrínu Evu í september og byrjaði á smá kötti 6 vikum fyrir mót. Auk þess fór ég á
pósunámskeið hjá Konna, Sif og Magga Sam og æfði pósurnar eins mikið og ég gat uppi í Sporthúsi.“
Hefur þú lengi haft áhuga á fitness? „Ég hef haft lúmskan áhuga en áhuginn varð mikill núna í sumar.“
Hvað borðaðir þú dagana fyrir mót? „Viku fyrir mót hélt ég mér svolítið frá kolvetnum. Borðaði mikið af kjúklingi. Nokkrum dögum fyrir mót tók ég smá kolvetnissvelt og var á vatnslosandi.“
Kom sigurinn þér á óvart? „Já og nei. Ég vissi ekkert hvað myndi gerast en er ótrúlega ánægð.“
Hvað ertu að gera fyrir utan fitnessið? „Ég er bara að æfa á fullu og leita mér að vinnu.“
Margrét Edda gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Merzedes Club. Ertu hætt að syngja? „Nei ég syng ennþá í sturtunni. Gæti vel verið að ég fari að gera meira í tónlistinni bráðum.“