Nú fer tími lokaprófa í hönd hjá fólki á öllum aldri. Prófunum getur fylgt mikið stress og kvíði. Sumir óttast að fara í háttinn og dreyma einhverja vitleysu, fá námsefnið á heilann í draumum eins og reikningsdæmi eða beygingar á þýskum sögnum.
Huffington Post greinir frá því að vísindamenn sé búnir að finna út að draumar séu nauðsynlegir til þess að takast á við þann óróa sem skapast innra með okkur við mikið stress.
Vísindamenn við háskólann í Berkeley í Kalíforníu fundu út að heili mannfólksins fer í gengum ákveðið ferli þegar okkur dreymir. Ferlið byggist á því heilinn hendir burt brotum úr erfiðum minningum.
„Þegar við sofum og augu okkar fara á hreyfingu er heilinn að endurvirkja minningarnar og bæla niður þær slæmu sem sitja í okkur,“ segir vísindamaðurinn Els van der Helm.
Vísindamennirnir sem tóku þátt í rannsókninni skoðuðu 35 unga og heilbrigða einstaklinga og var þeim skipt í tvo hópa. Allir þátttakendur skoðuðu 150 tilfinningalegar myndir tvisvar sinnum með 12 klukkutíma millibili á meðan heilaskanni mældi heilavirkni þeirra.
Helmingurinn af þátttakendunum skoðaði myndina um morguninn og aftur um kvöldið án þess að sofna á milli. Hinn helmingurinn skoðaði myndirnar um kvöldið og svo aftur morguninn daginn eftir, eftir góðan svefn um nóttina.
Sá hópur sem svaf á milli þess að skoða myndirnar sýndi mjög tilfinningaleg viðbrögð þegar hann skoðaði myndina morguninn eftir. Heilaskanninn sýndi fram á að svefninn minnkaði virkni þeirra á hluta heilans sem myndar tilfinningar. Þar af leiðandi var heilinn búinn að bæla niður þær tilfinningar sem mynduðust hjá þátttakendunum um kvöldið þannig að þegar þeir vöknuðu daginn eftir, og sáu sömu myndir, komu upp nýjar tilfinningar.
Þar af leiðandi var niðurstaðan sú að áhyggjurnar og stressið var minna hjá þátttakendum sem fengu að sofa á milli.
Vísindamenn segja að draumar séu eins konar meðferð sem hjálpi einstaklingnum að losna við stress sem myndaðist yfir daginn. Þessi útkoma útskýrir af hverju fólk sem lendir stöðugt í áföllum, til dæmis hermenn, þjást af stöðugum martröðum. Ástæðan fyrir því er að heilinn er að vinna í uppákomum dagsins og hjálpa hermanninum að bæla þær niður og getur það tekið á og þar af leiðandi fá þeir martröð.
Vísindamenn segja að meðferðin, sem á sér stað meðan sofið er, virki ekki 100% á þá sem lenda í stöðugum áföllum. Ef hermaður lendir í eða sér eitthvað slæmt sem hann er búinn að lenda oftar en einu sinni í mun hann endurlifa sömu tilfinningu og hann er vanur að gera, þar sem tilfinningin náði ekki ekki að fjarlægjast við svefn.
Prófessor að nafni Walker segir að draumar séu uppbyggilegir og hjálpi okkur að takast á við tilfinningalega reynslu.
Því getum við gefið okkur það að svefn sé bráðnauðsynlegur þegar mikið er að gerast í lífi okkar og þó svo við fáum martraðir þýði það ekki endilega að eitthvað slæmt sé í vændum.