Léttist um 40 kíló með dáleiðslu

Sam Alderwish er 40 kílóum léttari eftir dáleiðslu.
Sam Alderwish er 40 kílóum léttari eftir dáleiðslu.

Það trúa ekki allir á dáleiðslu en hún virkaði þó vel fyrir hina þvengmjóu Sam Alderwish sem léttist um 40 kíló á stuttum tíma.

Alderwish er tveggja barna móðir en hún hélt að hún væri að gangast undir skurðaðgerð í dáleiðslunni og hefur nú rýrnað um helming. Daily Mail greinir frá því að Alderwish hafi þó ekki gengist undir raunverulega skurðaðgerð.

Alderwish var boðin í brúðkaup og þurfti að fara í kjólaleiðangur. Hún mátaði hvern kjólinn á fætur örðum en átti í vandræðum með að komast í þá. Í einni versluninni lenti hún í því leiðinlega atviki að komast ekki úr kjólnum. Afgreiðsludaman þurfti að klippa kjólinn utan af henni.

Aumingja konan var svo miður sín eftir þetta atvik og að hún ákvað að nú væri kominn tími á að léttast. Hún hafði bætt verulega á sig eftir barnsburð og þráði að komast aftur í kjörþyngd. Þegar hún var sem þyngst notaði hún föt í stærð 16 og var hátt í 86 kíló.

Alderiwish kannaði ýmsar leiðir hvernig væri best að léttast og horfði hýru auga til skurðaðgerðar. Sá kostur var þó ekki í boði því hún hafði ekki efni á því að fara í aðgerð. Hún ákvað því að láta dáleiða sig.

Útkoman er nánast lygileg og trúði dáleiðslusérfræðingurinn, Russel Hemmings, ekki sínum eigin augum.

Þó svo að þessi „aðgerð“ hafi aðeins tekið 45 mínútur var Alderwish búin að minnka úr fatastærð 16 niður í 10 á tiltölulega stuttum tíma.

Undirmeðvitund hennar var sem sagt plötuð til að trúa því að hún hefði gengist undir aðgerð, sem fólst meðal annars í því að á meðan dáleiðslan fór fram voru hljóð eins og heyrast á skurðstofum mynduð. Hljóðin ýttu enn frekar undir þá ímyndun að hún væri búin að leggjast undir hnífinn.

Eftir dáleiðsluna minnkaði maginn í Alderwish til muna og gat hún ekki borðað nærri því eins mikið og hún var vön að gera.

„Ég var mjó þegar ég var yngri, en eftir meðgöngu barnanna minna gat ég ekki losað mig við aukakílóin sem komu á meðgöngunni,“ segir hún.

„Ég nartaði í súkkulaði til þess að komast í gengum daginn, ég kláraði mat krakkanna þó svo ég væri búin með minn skammt. Ég var of þreytt til þess að fara í ræktina eftir að krakkarnir voru sofnaðir,“ sagði hún.

„Ég fór í brúðkaup um daginn og frændi minn, sem ég hef ekki séð í mörg ár, sagði að ég væri búin að bæta svolítið á mig. Þetta fyllti mælinn og var í raun einmitt það sem ég þurfi til þess að fara að huga að mínum málum,“ viðurkennir Alderwish.

Hún fór beint á netið til þess að afla sér upplýsinga um hvað hún gæti gert í málunum. Hún hitti dáleiðara í þrjú skipti til þess að breyta matarvenjum sínum áður en hún gekkst undir dáleiðsluaðgerðina.

Dáleiðslusérfræðingurinn Russel Hemmings talaði Alderiwish til og mælti gríðarlega með þessari dáleiðslu. Það er eins gott vegna þess að þetta virkaði líka svona rosalega vel.

„Ég fór heim eftir þetta og ég gat varla borðað neitt af kvöldmatnum, mér leið eins og ég væri svo södd. Þetta var ótrúlegt,“ segir hún.

„Ég veit alveg að ég fór ekki undir hnífinn í raunveruleikanum en þessi aðgerð var svo trúanleg að ég verð ekki svöng núna og langar miklu frekar að borða eitthvað sem er hollt,“ segir Alderwish alveg í skýjunum yfir þessu öllu saman

„Kílóin fjúka af mér og ég er búin að fara úr stærð 16 í 8 á þremur mánuðum, sem er í raun meira en ef ég væri búin að gangast undir hnífinn í alvörunni,“ bætir Alderwish við.

„Ég reyni að láta upplifunina vera eins raunverulega og hægt er fyrir sjúklingana mína, það hjálpar undirmeðvitundinni að trúa að það sem er að gerast sé í raun og veru raunverulegt,“ segir Hemmings um ferlið.

„Ég hlakka svo sannarlega til næsta brúkaups sem ég fer í. Ég get ekki beðið eftir því að fjölskylda mín sjái hvernig ég lít út í dag,“ segir Alderwish að lokum hæst ánægð með útkomuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda