Stórhættuleg plastílát

Plastumbúðir
Plastumbúðir

Guðrún Berg­mann skrif­ar um stór­hættu­leg plastílát, sem leyn­ast víða, í nýj­asta pistli sín­um.

Banda­ríski lækn­ir­inn Joseph Mercola hef­ur lengi varað fólk við hætt­unni á því að nota potta og pönn­ur sem eru húðuð þannig að ekk­ert fest­ist við þau, svo og plastílát ým­is­kon­ar. Þar sem plastílát­in eru létt, óbrjót­an­leg og marg­nota freist­ast marg­ir til að nota þau í eld­hús­inu. Vanda­málið er hins veg­ar að í plast­inu eru hættu­leg efni sem geta haft al­var­leg áhrif á heilsu­far okk­ar. Mörg þeirra plastíláta sem mikið eru notuð í dag inni­halda hættu­lega blöndu af auka­efn­um og kemísk­um efn­um þar á meðal:

Bisphenol A (BPA), sem ný­lega var bannað í barnap­el­um hér á landi. Efnið herm­ir eft­ir kven­horm­ón­inu estrógen og trufl­ar innkirtla­kerfi lík­am­ans. BPA er eitt af þekkt­ustu skaðlegu efn­un­um í plasti í dag. Í til­raun sem gerð var á 115 dýr­um kom í ljós að 81% varð fyr­ir veru­leg­um áhrif­um frá lít­il­vægri snert­ingu við BPA.

Pht­hala­tes eru iðnaðarefni sem bætt er við plast, eins og til dæm­is polyvinyl chlori­de (PVC), til að gera það mýkra og sterk­ara. Al­gengt er að finna þessi efni í mat­vælapakkn­ing­um. Pht­hala­tes eru tal­in hafa út­breidda trufl­un á innkirtla­kerfið og áhrif þeirra á lík­amann hafa verið tengd breyt­ing­um á þróun heil­ans í karl­mönn­um. Þau tengj­ast líka melt­ing­ar­trufl­un­um, göll­um í kyn­fær­um og minni testó­sterón hjá bæði börn­um og full­orðnum.

PBDEs eru kemísk efni sem losa um horm­óna í lík­am­an­um og breyta kalk­merkj­um heil­ans, en þau eru mik­il­væg fyr­ir minni og lær­dóm. PBDEs herma eft­ir skjald­kirt­ils­horm­ón­um og tengj­ast minni frjó­semi manna,“ seg­ir Guðrún í pistli sín­um. 

HÉR er hægt að lesa pist­il­inn í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda