Jól án samviskubits

Jóga heima í stofu.
Jóga heima í stofu.

Það fylgir gjarnan jólunum að borða of mikið og hreyfa sig of lítið. Afleiðingarnar; bjúgur, þreyta, aukakíló, samviskubit. En þarf þetta að vera svona ægilegt?

Ekki samkvæmt Huffington Post þar sem nokkrir einkaþjálfarar ríka og fræga fólksins vestanhafs gefa skotheld heilsuráð, sem gagnast bæði líkama og sál. Það sem mestu máli skiptir; ekki gera hlé á líkamsræktinni um jólin.

Hlúðu að andlegri heilsu þinni: Það gerist ekki með því að kúra uppi í sófa heldur með því að fara út að ganga. Þegar þú hreyfir þig sefurðu betur. Um leið ertu afslappaðri og grípur þar af leiðandi síður í óhollan mat, kolvetni og sykur. Og þegar þú borðar betri mat líður þér betur.

Taktu æfingadótið með í jólafríið: Pakkaðu niður æfingaskónum eða jógafatnaðinum ef þú dvelur að heiman yfir jólin, það hvetur þig til að fara í ræktina þótt þú sért í fríi. Reyndu að æfa reglulega um jólin og taka helst ekki meira en tveggja daga pásu.

Byrjaðu daginn snemma: Vaknaðu á undan hinum og drífðu þig strax í líkamsræktina. Það er frábært að byrja daginn þannig, líka þótt það sé jólafrí. Þú kemur í veg fyrir að snúa sólarhringnum við og hefur nægan tíma til að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldu eða vinum.

Jóga, pílates og innhverf íhugun: Frábær leið til að æfa sig heima í stofu og kyrrlát byrjun á góðum degi. Byggir þig upp líkamlega og andlega og skilar þér endurnærðum inn í daginn.

Ekki hætta núna: Það getur verið erfitt að halda sér við efnið í líkamsræktinni um jólin. En þá er mikilvægt að líta til baka og minna þig á hversu vel þú hefur staðið þig allt árið. Það er ástæða fyrir því að þú ert í góðu formi, ekki eyðileggja fyrir þér núna.

Komdu þér aftur í form: Ef líkamsræktin situr af einhverjum ástæðum á hakanum um jólin taktu þá upp þráðinn þar sem frá var horfið um leið og hátíðinni lýkur. Leggðu þig fram um að borða hollan mat, drekktu mikið vatn og byrjaðu aftur að stunda líkamsrækt. Mundu; því lengur sem þú dregur það að byrja því lengri tíma tekur það þig að komast aftur í fyrra form.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda