Jól án samviskubits

Jóga heima í stofu.
Jóga heima í stofu.

Það fylg­ir gjarn­an jól­un­um að borða of mikið og hreyfa sig of lítið. Af­leiðing­arn­ar; bjúg­ur, þreyta, auka­kíló, sam­visku­bit. En þarf þetta að vera svona ægi­legt?

Ekki sam­kvæmt Huff­ingt­on Post þar sem nokkr­ir einkaþjálf­ar­ar ríka og fræga fólks­ins vest­an­hafs gefa skot­held heilsuráð, sem gagn­ast bæði lík­ama og sál. Það sem mestu máli skipt­ir; ekki gera hlé á lík­ams­rækt­inni um jól­in.

Hlúðu að and­legri heilsu þinni: Það ger­ist ekki með því að kúra uppi í sófa held­ur með því að fara út að ganga. Þegar þú hreyf­ir þig sef­urðu bet­ur. Um leið ertu af­slappaðri og gríp­ur þar af leiðandi síður í óholl­an mat, kol­vetni og syk­ur. Og þegar þú borðar betri mat líður þér bet­ur.

Taktu æf­inga­dótið með í jóla­fríið: Pakkaðu niður æf­inga­skón­um eða jógafatnaðinum ef þú dvel­ur að heim­an yfir jól­in, það hvet­ur þig til að fara í rækt­ina þótt þú sért í fríi. Reyndu að æfa reglu­lega um jól­in og taka helst ekki meira en tveggja daga pásu.

Byrjaðu dag­inn snemma: Vaknaðu á und­an hinum og drífðu þig strax í lík­ams­rækt­ina. Það er frá­bært að byrja dag­inn þannig, líka þótt það sé jóla­frí. Þú kem­ur í veg fyr­ir að snúa sól­ar­hringn­um við og hef­ur næg­an tíma til að gera eitt­hvað skemmti­legt með fjöl­skyldu eða vin­um.

Jóga, píla­tes og inn­hverf íhug­un: Frá­bær leið til að æfa sig heima í stofu og kyrr­lát byrj­un á góðum degi. Bygg­ir þig upp lík­am­lega og and­lega og skil­ar þér end­ur­nærðum inn í dag­inn.

Ekki hætta núna: Það get­ur verið erfitt að halda sér við efnið í lík­ams­rækt­inni um jól­in. En þá er mik­il­vægt að líta til baka og minna þig á hversu vel þú hef­ur staðið þig allt árið. Það er ástæða fyr­ir því að þú ert í góðu formi, ekki eyðileggja fyr­ir þér núna.

Komdu þér aft­ur í form: Ef lík­ams­rækt­in sit­ur af ein­hverj­um ástæðum á hak­an­um um jól­in taktu þá upp þráðinn þar sem frá var horfið um leið og hátíðinni lýk­ur. Leggðu þig fram um að borða holl­an mat, drekktu mikið vatn og byrjaðu aft­ur að stunda lík­ams­rækt. Mundu; því leng­ur sem þú dreg­ur það að byrja því lengri tíma tek­ur það þig að kom­ast aft­ur í fyrra form.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda