Þynnkuráð Gwyneth Paltrow

Gwyneth Paltrow.
Gwyneth Paltrow.

Gwyneth Paltrow ætl­ar að vera við öllu búin og sjá til þess að það hafi ekki eft­ir­mál og bitni á heils­unni á ný­árs­dag þó að hún skáli í góðu víni um ára­mót­in. Á vefsíðu sinni GOOP gef­ur leik­kon­an góð ráð gegn timb­urmönn­um sem hún kveðst vona að komi að góðu gangi nú þegar ára­mót­in séu að ganga í garð.

Paltrow seg­ist nota ein­falda aðferð til að skola út vín­and­an­um úr blóðinu og þannig hressa sig við dag­inn eft­ir víndrykkju. Leik­kon­an mæl­ir með nýj­um orku­drykk Mercy sem sé þróaður sér­stak­lega í því skyni að koma í veg fyr­ir timb­ur­menn. Drykk­ur­inn er ný­kom­inn á markað í Banda­ríkj­un­um og Paltrow seg­ir hann virka svo vel að hún hafi ákveðið að fjár­festa í fyr­ir­tæk­inu sem stend­ur á bak við vör­una.

Drykk­ur­inn inni­held­ur að sögn leik­kon­unn­ar allt sem lík­am­inn þarfn­ast eft­ir víndrykkju; amínó­sýr­ur, víta­mín og steinefni, auk heilsu­jurta. En hún hef­ur líka önn­ur ráð gegn timb­urmönn­um, heitt og kalt bað á víxl. Gald­ur­inn sé að fylla baðkarið af vel heitu vatni og blanda út í það Ep­som-salti og mat­ar­sóda. Hún ráðlegg­ur fólki að liggja í 20 mín­út­ur í heitu baðinu og stinga sér svo eld­snöggt í ís­kalda sturtu í eina mín­útu. Leggj­ast síðan aft­ur ofan í baðkarið í 20 mín­út­ur og enda á ís­kaldri sturtu.

Gwyneth Paltrow.
Gwyneth Paltrow. MIKE SEG­AR
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda