Trönuber draga úr bólgum og krabbameini

Trönuber eru meinholl og geta hjálpað fólki að auka heilbrigði …
Trönuber eru meinholl og geta hjálpað fólki að auka heilbrigði sitt.

Rannsóknir á trönuberjum hafa leitt í ljós að þau geta hjálpað fólki sem berst við krabbamein, magasár og bólgur. Guðrún Bergmann skrifar um trönuber í nýjasta pistli sínum.

„Þar sem trönuber eru ekki ræktuð á Íslandi er ekki rík hefð fyrir að neyta þeirra mikið. Eftir að farið var að framleiða og borða meira af kalkún hér á landi hefur notkun þeirra aukist, þar sem þau teljast ómissandi sem mauk eða sulta með kalkúninum. Þá er reyndar búið að sykra þau ansi mikið, en fersk (frosin) er hægt að nota þau á ýmsan annan máta, meðal annars út í búst, brauð eða muffins og auðvitað gera úr þeim kalt eða heitt mauk með mat.

Í mörg ár hefur verið vitað að trönuberjasafi kemur í veg fyrir þvagfærasýkingu og var talið að það tengdist því hversu súr trönuberin eru. Nýlegar rannsóknir sýna hins vegar að það er vegna sérstakra eiginleika proanthocyanidins eða PAC-efna í þeim sem gerir það að verkum að þau hindra að bakteríur geti fest sig við slímhúðina innan á þvagrásinni. Þessar rannsóknir hafa opnað augu manna fyrir frekari notkun trönuberja til lækninga, því talið er að þau geti líka unnið á sérstakri magaveiru (Helicobacter pylori) sem oft veldur magasári.

Töluverður fjöldi rannsókna sýnir að sé neytt heilla trönuberja, í stað berja sem búið er að þurrka eða merja í safa, geri þau æðakerfi okkar og lifur meira gagn. Samkvæmt samantekt nokkurra rannsóknarhópa telja þeir að það sé vegna samspils allra næringarþátta í  trönuberjunum, ekki einstakra efna, sem þau hafa mikil andoxunaráhrif og dragi úr bólgum og krabbameinum í líkamanum. Þau krabbamein sem trönuberin virðast draga mest úr eru krabbamein í brjóstum, ristli, lungum og blöðruhálskirtli,“ segir Guðrún í pistli sínum. Hægt er að lesa hann hér í heild. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda