Léttist um 52,3 kíló

mbl.is

Matarvenjur mínar voru brenglaðar og aukakílóin farg á sálinni. Mér fannst því mikill léttir að geta náð einhverri viðspyrnu þannig að ég léttist frá viku til viku. Þetta var tröppugangur niður á við og árangurinn ótrúlegur. En það þurfti talsvert til og eftir margra ára sukk er talsvert átak að taka upp alveg nýjan lífsstíl,“ segir Haukur Bernharðsson.

Eins og flóð og fjara

Myndir segja meira en mörg orð. Ársgömul mynd er af feitum manni og blik lífsgleðinnar vantar í augun. Svipur nýjustu mynda er hins vegar allur annar enda munar 52,3 kg. Allt annað líf, segir Haukur sem náði árangrinum með gjörbreyttu mataræði. Fyrir fáum vikum byrjaði hann að hreyfa sig reglulega sem hefur gert honum afar gott.

Haukur starfar sem lagermaður hjá Flügger-litum – og svo vísað sé til starfsins má segja að nú sé lífið orðið í allt öðrum lit en var.

„Ég hef alltaf verið feitur. Stundum hafa komið tímabil þar sem ég hef náð einhverjum kílóum af mér, en þau komu fljótt aftur. Þetta var eins og flóð og fjara. Eðlilega tók maður þetta inn á sig með ýmsum afleiðingum, frá fermingu og til tvítugs var ég að fikta í kannabis og vann mér þannig ýmsan skaða,“ segir Haukur sem fékk námskeið hjá Íslensku vigtarráðgjöfunum í jólagjöf fyrir ári. Hann segir að gjöfin hafi ef til vill falið í sér sterk skilaboð sem hann hafi ákveðið að fara eftir – og í fyrsta aðhaldstímann fór hann í annarri viku janúar á sl. ári. Þá var hann 126,9 kg.

Algjör vítahringur

Þegar líkamsþyngd manna er farin að nálgast 130 kg er róttækra aðgerð þörf. „Þetta var virkilega erfitt til að byrja með. Ég varð að tileinka mér alveg nýjan lífsstíl,“ segir Haukur sem var tamt að fá sér góðan morgunmat, brasaðan skyndibita í hádeginu, bakkelsi með sætindum í seinna kaffinu og vel útilátinn kvöldmat, auk þess sem sælgæti og gosdrykkir voru stór hluti af neyslu dagsins. Þessu varð hann að sleppa öllu og raunar stokka mataræðið alveg upp.

„Matarfíklinum líður illa og til að slá á vanlíðunina fékk ég mér að borða. Þetta var algjör vítahringur,“ segir Haukur.

Svo tók alvaran við. Sleppa öllu sukki, sælgæti og sykruðum drykkjum. Grænmeti og ávextir voru leyfilegir og svo hóflegur skammtur af fiski þrisvar í viku svo og hvítu kjöti. Brauðið mátti ekki vera meira en 140 g á dag eða svo sem fjórar sneiðar. Neysla mjólkurvara skyldi sömuleiðis vera með allt öðrum hætti og í stað drykkjarmjólkur kom undanrenna eða kaffi. Fjögurra dl skammtur af léttri AB-mjólk var leyfilegur morgunmatur og svona mætti áfram telja þau hollráð sem Haukur varð að tileinka sér – og fylgja.

Himinlifandi með árangur

„Árangurinn lét ekki á sér standa þó að mér þætti hægt miða kannski allra fyrstu vikurnar. En svo komst þetta á flug. Gjarnan náði ég af mér 1,2 til 1,3 kg á viku. Einu sinni náði ég aðeins af mér 300 g og einu sinni bætti ég aðeins á mig milli vikna þó að ég væri fljótur að komast yfir það bakslag,“ segir Haukur sem nú er orðinn 74,1 kg. Hann er himinlifandi með árangurinn.

„Offitan var farin að há mér rosalega. Oft hefur mér liðið illa á sálinni enda sjálfsmyndin brostin. Mér hefur ekki tekist að byggja hana upp aftur svo vel sé þrátt fyrir að góður árangur hafi náðst í aðhaldinu. Líklega hef ég þróað mér með andlega vanlíðan. Það er þó miklu auðveldara að vinna á henni nú en þegar ég var 52 kg þyngri fyrir bara ári.“

Vigtarráðgjöfin virkar vel

Sleppa ekki úr einni einustu máltíð

Íslensku vigtarráðgjafarnir eru hluti af Dönsku vigtarráðgjöfunum sem eru alþjóðakeðja sem samanstendur af ráðgjöfum sem eru sérfræðingar með mikla faglega reynslu og bjóða upp á kennslu í að grenna sig án þess að sleppa úr einni einustu máltíð.

Starfsemi dönsku vigtarráðgjafanna var sett á laggirnar árið 1981. Er áætlun þeirra þannig samansett að rúgbrauð og mjólkurafurðir ásamt ávöxtum og grænmeti eru mikilvægur grunnur í mataræðinu. Aðalatriðið er að fæðið sé rétt samansett næringarlega þannig að það gefi okkur rétt magn af próteinum, vítamínum og steinefnum, þó svo að magnið, það er að segja hitaeiningarnar, séu færri en maður er vanur að borða. Er hugmyndafræðin sú að fólk nái að missa eitt kíló á viku en halda samt áfram að borða bragðgóðan, mettandi mat, sem jafnframt er hollur, nærandi og ekki síst megrandi!

Matardagbækur eru sérsniðnar fyrir konur, karla og unglinga. Eftir nákvæma kynningu hittast þátttakendur vikulega á fundi í afslöppuðu umhverfi, vigta sig, fá góð ráð og leiðbeiningar og til að spjalla.

www.vigtarradgjafarnir.is

Haukur Bernharðsson.
Haukur Bernharðsson. Júlíus Sigurjónsson
mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda