Sex matvæli sem þú ættir ekki að borða

Örbylgjupopp er mjög óhollt.
Örbylgjupopp er mjög óhollt. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Það er vand­lifað í þess­um heimi þegar mat­ur er ann­ars veg­ar. Reglu­lega ber­ast frétt­ir af nýj­um rann­sókn­um sem varpa vafa­sömu ljósi á hinar ýmsu teg­und­ir mat­væla.

Á vef Health Freedom Alli­ance eru til­tekn­ar sex teg­und­ir af mat sem telj­ast óheilsu­sam­leg­ar og bent á hvernig auðvelt er að skipta þeim út fyr­ir holl­ari val­kost.

Tóm­at­ar í dós

Fredrick Vom Saal, vís­indamaður við Há­skól­ann í Mis­souri, hef­ur rann­sakað hið um­deilda efni BPA (Bisphenol-A). Hann bend­ir á að niðursuðudós­ir með tómöt­um inni­haldi BPA  sem talið er tengj­ast ýms­um kvill­um og sjúk­dóm­um svo sem getu­leysi, hjarta­sjúk­dóm­um, syk­ur­sýki og offitu.

Betri kost­ur: Tóm­at­ar í glerum­búðum.

Maís­fóðraðir-naut­grip­ir

Joel Sal­at­in er meðeig­andi Po­lyf­ace Farms og hef­ur skrifað fjölda bóka um sjálf­bær­an bú­skap. Hann seg­ir nátt­úru­lega lífs­hætti naut­gripa meðal ann­ars fela í sér að þeir éti gras, ekki maís. Víða um heim ali bænd­ur naut­gripi sína þó á maís til að ná fram meiri þyngd á skemmri tíma og við það tapi kjötið miklu af nær­ing­ar­gildi sínu.

Betri kost­ur: Kjöt af naut­grip­um sem fóðraðir eru á grasi.

Örbylgjupopp

Olga Nai­den­ko er vís­indamaður á sviði um­hverf­is­mála. Hún seg­ir umbúðir ör­bylgjupopps inni­halda óæski­leg efni á borð við PFOA sem leys­ist úr læðingi og bland­ist inni­hald­inu þegar poppað er. Efn­in hafi verið tengd við ýmis heilsu­fars­leg vanda­mál, svo sem getu­leysi og krabba­mein.

Betri kost­ur: Poppað í potti upp á gamla mát­ann.

Hefðbundn­ar kart­öfl­ur

Jef­frey Moyer er stjórn­ar­formaður Nati­onal Org­anic Stand­ards Bo­ard. Hann bend­ir á að kart­öfl­ur sem víða um heim eru ræktaðar á hefðbund­inn hátt á stór­um kart­öflu­ökr­um dragi í sig skor­dýra­eit­ur og önn­ur efni efni sem notuð eru á plönt­ur, ávexti og græn­meti til að halda skor­dýr­um í góðri fjar­lægð. Eit­ur­efn­in skili sér út í manns­lík­amann við neyslu.

Betri kost­ur: Líf­rænt ræktaðar kart­öfl­ur.

Eld­islax

Dav­id Carpenter stýr­ir um­hverf­is- og heilsu­stofn­un há­skól­ans í Al­bany og birti ný­verið stóra rann­sókn á meng­un í fiski í tíma­rit­inu Science. Hann seg­ir nátt­úr­una ekki hafa ætlað lax­in­um að al­ast upp í þröng­um fisk­eldisker­um þar sem hann er bólu­sett­ur fyr­ir lús og ýms­um öðrum sjúk­dóm­um og al­inn upp á soja­próteini. Fyr­ir vikið sé eld­islax mun feit­ari en lax sem elst upp í ám og í sjó við nátt­úru­leg­ar aðstæður og inni­haldi mun minna af nær­ing­ar­efn­um, svo sem Omega-3.

Betri kost­ur: Villt­ur lax.

Hefðbund­in epli

Mark Kast­el er meðstjórn­andi Cornucopia Institu­te sem vinn­ur að rann­sókn­um á sviði mat­væla­fram­leiðslu og styður líf­ræn­an bú­skap. Hann seg­ir epli inni­halda lít­il mót­efni gegn mein­dýr­um og því séu þau úðuð í mun meira mæli en aðrir ávext­ir. Mat­vælaiðnaður­inn gefi þau skila­boð að efn­in séu hættu­laus en rann­sókn­ir bendi til ann­ars og tengja þau meðal ann­ars auk­inni tíðni krabba­meins.

Betri kost­ur: Líf­rænt ræktuð epli.

Hefðbundnar kartöflur draga í sig skordýraeitur.
Hefðbundn­ar kart­öfl­ur draga í sig skor­dýra­eit­ur.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda