Nýr skyrdrykkur stimplaður með skráargatinu

Nýr skyrdrykkur sem stimplaður er með skráargatinu.
Nýr skyrdrykkur sem stimplaður er með skráargatinu. mbl.is/MS

MS er komið með nýjan skyrdrykk á markað sem stimplaður er með „skráargatinu“ sem er norrænn hollustustimpill.

Vörur með skráargatinu verða að uppfylla ákveðin næringarviðmið og er merking fyrir þær matvörur sem teljast hollastar í sínum fæðuflokki. Því er ætlað að auðvelda neytendum að velja sér holla matvöru.

Skráargatið

Enn hefur skráargatsmerkið ekki verið tekið formlega upp hérlendis af yfirvöldum, en það er notað í Svíþjóð, Noregi og Danmörku í dag. Þær vörur sem mega bera skráargatsmerkið uppfylla skilyrði sem eru sett um innihald sykurs, salts, fitu og trefja í vörunum. Í tilfelli sýrðra mjólkurvara á borð við skyrdrykk er sett skilyrði um að fitumagn sé undir 0,7 g í 100 g og magn ein- og tvísykra undir 9 g í 100 g. Hinir nýju skyr.is drykkir, jarðarberja og bláberja uppfylla þessi skilyrði.

mbl.is/MS
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál