Jennifer Aniston þykir státa af flottustu handleggjunum í Hollywood. Einkaþjálfari hennar, Magda Penpicka, leysir frá skjóðunni. Hún sagði í samtali við breska tímaritið more! að æfingar Aniston væru einfaldar.
„Hún stundar einfaldar æfingar fyrir hendurnar eins og dýfur og armbeygjur. Þessar æfingar gera handleggina mjög fallega,“ sagði Penpicka.
Það góða við þessar æfingar er að hver kona getur gert þær heima í stofu hjá sér. Það er einfalt að gera dýfur í sófanum eða í tröppunum með því að setja lófana á sófabrúnina eða tröppubrúnina og láta fingurna vísa fram og olnbogana beint aftur. Svo lyftum við okkur upp og niður með handleggjunum.