Svona heldur Ragga Ragnars sér í formi

Ragga Ragnars sunddrottning geislar í funheitum myndaþætti.
Ragga Ragnars sunddrottning geislar í funheitum myndaþætti. mbl.is/Lárus Sigurðsson

Sunddrottningin Ragga Ragnars æfir ekki bara sund til þess að halda sér flottri. Nú er hún komin í Club Fit í Hreyfingu. 

„Ég hef verið í formi frá því ég man eftir mér. Ég hef tekið vel á því í sundlauginni, ræktinni og alls kyns íþróttum. Ég er samt nýbyrjuð að taka sjúklega vel á því í Club Fit-tímum í Hreyfingu. Jón Oddur sundþjálfarinn minn er þjálfari í Club Fit og sagði mér að það væri ekkert annað en að bæta við 2-3 Club Fit-tímum á viku inn í æfingaprógrammið mitt. Jújú, ég gerði eins og þjálfarinn sagði mér og sé sko ekki eftir því. Ég finn fyrir meiri styrk og betra úthaldi. Ég er líka miklu „tónaðri“ en ég var,“ segir Ragga. 

Það kom Röggu stórlega á óvart hvað hún var með miklar harðsperrur eftir fyrstu tímana þar sem hún var í mjög góðu líkamlegu formi fyrir.

„Þrátt fyrir að vera í góðu formi og geta synt ágætlega hratt þá tóku þessar æfingar á vöðvum sem ég hef kannski ekki sprengt í langan tíma. Kærastinn minn var ekki að kaupa þetta kvart og sagðist bara ætla að koma með í næsta tíma. Ég er ekki frá því að hann hafi þurft að bíta smá í handarbakið á sér til að fara ekki að væla yfir harðsperrum líka til að byrja með. Núna er hann orðinn „húkt“ á þessum tímum líka og við förum saman tvisvar í viku í Club Fit til að taka á því saman,“ segir Ragga. 

Club Fit gengur út á að hlaupa á hlaupabretti, gera æfingar með handlóðum, æfingar með stangir og styrktaræfingar eins og hopp, armbeygjur og planka.

„Þetta tekur rosa vel á og kemur manni í betra form (sama hvernig formi maður er í fyrir) mjög hratt. Æfingarnar eru fjölbreyttar og skemmtilegar. Þjálfararnir eru duglegir að benda manni á hvernig maður á að gera allar æfingar rétt og hvetja mann líka þrusu mikið áfram.“

Larus Sigurdarson
Larus Sigurdarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda