Um gylliboð til að bæta heilsu

Enginn hefur enn afsannað að besta ráðið til að halda …
Enginn hefur enn afsannað að besta ráðið til að halda góðri heilsu er að hreyfa sig og borða hollan og fjölbreyttan mat.

Frá örófi alda hafa komið fram töfralausnir sem eiga að lagfæra það sem hrjáir okkur mannfólkið. Fæstar af þeim hafa nokkur áhrif umfram þau sem trúin gefur okkur á lækningamáttinn. Oft létta þær eingöngu pyngju þess sem keypti. Þetta kemur fram í pistli á vef Landlæknis.

Enn þann dag í dag er til ógrynni sölumanna sem lofa fólki betri heilsu og vellíðan. Tilboðin eru margvísleg en byggja á misjafnlega vel staðfestum rannsóknum, segir í pistlinum.

 „Okkur standa til dæmis til boða tilteknar rannsóknir á blóði eða öðru sem eiga að greina öll okkar vandamál með skjótum hætti. Í kjölfarið fylgja boð um ráðgjöf, meðferð og leiðir til að losna við sjúkdóma og annað fár.“

Fæst af því sem falboðið er á þennan hátt byggir á rannsóknum sem hafa verið staðfestar með vísindalegum hætti. Landlæknisembættið hefur ítrekað hvatt fólk til að vera gagnrýnið á auglýsingar um tilboð af þessum toga.

„Einnig er nauðsynlegt að vera á varðbergi þegar lofað er bata, sér í lagi ef hann á að ná til margs konar kvilla og sjúkdóma. Það er beinlínis lögbrot að þykjast stunda lækningar eða aðra heilbrigðisþjónustu án þess að hafa til þess fullgild réttindi.

Höfum í huga að ef eitthvað er of gott til að vera satt þá er það oftast ekki satt,“ segir í pistlinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda