Ertu með næga orku?

Með því að taka prófið getur þú séð hvort þú sért með næga orku eða ekki. Ef ekki þá skaltu gera eitthvað í því. Þorbjörg Hafsteinsdóttir talar um orku í nýjasta þætti sínum á MBL sjónvarpi.


1. Finnst þér þú þreytt og svefnþurfi þegar vekjaraklukkan hringir?
2. Hreyfirðu þig minna en 45 mínútur þrisvar í viku?
3. Þarftu sykurhressingu yfir daginn til að halda þér gangandi?
4. Ertu með mörg ófrágengin verkefni fyrir framan þig?
5. Lendirðu oft í útistöðum við vinnufélaga, vini eða fjölskyldu?
6. Er óreiða í lífi þínu og áttu bágt með að átta þig á hvar þú ættir að byrja tiltektina?
7. Ertu umkringd gömlum minningum sem soga til sín orku og taka óþarfa pláss?
8. Finnst þér oft að aðrir vaði yfir þig af því þú kannt ekki að segja nei?
9. Vantar þig umframorku fyrir vini og fjölskyldu?

Ef þú svarar aðeins tveimur af þessum níu spurningum játandi skaltu stinga þér ofan í verkfærakassann og sækja ráðgjöf og stuðning; þig skortir orku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál