Sexí morgunþeytingur

Sexí morgunþeytingur Þorbjargar Hafsteinsdóttur.
Sexí morgunþeytingur Þorbjargar Hafsteinsdóttur. Ljósmynd/Safaríkt líf

Í bókinni Safaríkt líf eftir Þorbjörgu Hafsteinsdóttur er uppskrift af kynþokkafullum morgunþeytingi sem bragðast súpervel.

FYRIR 1
2 dl soja- eða hrísmjólk
2 msk. kaldpressuð hörfræjaolía, t.d. frá Rapunzel
1 msk. lesitín granúlat
½ - 1 tsk. kanelduft
1 tsk. rifinn sítrónubörkur og smá safi líka
2-3 msk. mysuprótínduft
1 banani
150 g frosin ber

Öllu skellt í blandarann þangað til þykktin minnir á jógúrt. Gott að setja múslí ofan á ásamt ofurfæðu eins og bláberjum.

„Magn vökvans segir til um þykkt þeytingsins. Þú getur aukið á fjölbreytnina með því að nota t.d. appelsínubörk og -safa í staðinn fyrir sítrónu, eða skipt berjunum út fyrir frosið mangó og papaja. Þú getur líka gert tilraunir með svolítið af ferskri engiferrót,
hnetusmjöri eða lárperum (avókadó). Mikilvægast er að þú notir undirstöðuefnin í þessum drykk sem eru mysuprótínduftið og olían,“ segir Þorbjörg Hafsteinsdóttir. Hún segir að jafnvægi kalli á að fólk fái svolítið af öllu og mælir með prótíni, heilnæmum fituefnum og trefjum til að halda blóðsykrinum stöðugum.

„Kynþokkafulli morgunþeytingurinn sér okkur fyrir öllu þessu ásamt því að vera
svo dásamlega bragðgóður að maður getur orðið háður honum. Prófaðu hann strax í dag og njóttu hans það sem eftir er lífsins. Lesitín granúlat er sérstaklega gott ef þú ert undir miklu álagi eða átt erfitt með svefn,“ segir Þorbjörg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál