Tveggja tíma ganga á toppinn

Páll Guðmundsson.
Páll Guðmundsson. mbl.is

Esjan er á flestra færi og auðveld uppgöngu. Það er ágætt viðmið að ætla sér tvo rúmlega tvo tíma þegar gengið er frá Mógilsá og alla leið upp á Þverfellshorn,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Ekki er ofsagt að á veðursælum dögum leggi hundruð manna fyrir sig fjallasprang í Esjuhlíðum; fjallinu sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa fyrir augunum og setur svo sterkan svip á umhverfi sitt.

Upp á efstu brún

Páll segir að byrjendur í fjallaferðum þurfi alls ekki að fara upp á efstu brún borgarfjallsins, en hæsti tindur þess er 914 metrar. „Það er góður áfangi að ná upp að Steini, eins og það er kallað. Aðrir fara upp að Læk. Annars er engin regla í þessu; hver fer þetta á sínum forsendum,“ segir Páll sem kveðst ósjaldan ganga á Esjuna og fá þannig súrefni í lungun og lífsorku til daglegra starfa.

Fólk stundar útivist hvað með sínum hætti. Margir sækja líkamsræktarstöðvarnar en mörgum finnast gönguferðir henta sér betur. Í Reykjavík fara margir um Heiðmörk og Elliðaárdalinn – þaðan sem er breiður og góður göngu- og hjólareiðastígur fram Fossvogsdalinn og alla leið út í Skerjafjörð. Hafnfirðingar ganga gjarnan á Helgafell, Skagamenn á Akrafjallið, Borgnesingar á Hafnarfjall, Akureyringar fara á Súlur og svo mætti áfram telja.

Auðkleift Ingólfsfjall

Og fyrir austan fjall er Ingólfsfjall ögrun við allra hæfi. Er þá gjarnan gengið á fjallið um svonefndan Djúpadal sem er við malargryfjurnar sunnanvert í fjallinu, rétt áður en komið er á Selfoss. Um áðurnefndan dal er um það bil hálftíma gangur upp á fjallsbrúnina, þar sem stikuð er leið um jarðýtuslóða sem gerir leiðina létta og flestum færa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda