Bein tenging við náttúruna

Anna G. Sverrisdóttir.
Anna G. Sverrisdóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Það sem er ein­stakt við staðinn er það hvernig einn af hver­un­um sem standa við vatns­borð Laug­ar­vatns er nýt­an­leg­ur beint til gufubaða,“ út­skýr­ir Anna. „Hann hef­ur verið nýtt­ur sem slík­ur í rúm­lega hundrað ár svo vitað sé með vissu, og vafa­laust leng­ur, en fyrstu hús­in voru reist yfir hann árið 1929. Og þarna er maður­inn að nýta enn eina gjöf jarðar, sér til vellíðunar og heilsu­bót­ar.“

Beinn jarðhiti - eng­in rör

Að Laug­ar­vatni Font­ana fá gest­ir heil­næma guf­una í góðum skömmt­um, en bæði guf­an og hit­inn hafa góð áhrif á manns­lík­amann, bæði and­lega og lík­am­lega, að sögn Önnu. „Í guf­unni að Laug­ar­vatni Font­ana er bein teng­ing milli manns og jarðhita, því hit­inn fer ekki um nein rör eða ann­ars kon­ar tæki til að stýra hon­um; gest­ir stýra hit­an­um inni í gufu sjálf­ir með því að hleypa inn lofti um glugg­ana og gera rifu milli stafs og hurðar. Hér eru eng­ir takk­ar til að snúa held­ur er frá­gang­ur all­ur með nátt­úru­leg­um hætti. Efnainni­hald í vatni og gufu get­ur skipt máli og fólki líður af­skap­lega vel eft­ir gufu­böð hjá okk­ur. Jafn­vel eft­ir eina ein­ustu heim­sókn finn­ur fólk hjá sér góð áhrif. Að bregða sér nokkr­um sinn­um í guf­una og kæla sig á milli hef­ur marg­vís­leg áhrif. Gufu­böðin eru góð fyr­ir húðina og í reynd er um að ræða afeitrun gagn­vart ýmsu óhreinu sem fer inn í lík­amann,“ bæt­ir Anna við. „Hit­inn er einnig mjög góður fyr­ir liði, stoðkerfi og vöðva. Auk guf­unn­ar erum við einnig með sánu að finnskri fyr­ir­mynd, sem nefn­ist Ylur, ásamt þrem­ur laug­um; Sæla nefn­ist langa set­laug­in sem skart­ar mörg­um fal­leg­um stein­lista­verk­um með renn­andi vatni eft­ir Erlu Þór­ar­ins­dótt­ur; Lauga er dýpst af þeim og þar er fyr­ir bragðið hægt að hreyfa sig enda bjóðum við stund­um upp á vatns­leik­fimi í henni. Loks er Viska, heiti pott­ur­inn, þar sem all­ir eru jafn­ir þegar sest er niður; þar ræðum við og leys­um mál­in, skipt­umst á skoðunum og visk­an fær að njóta sín. Fyr­ir því er jú hefð um land allt og heiti pott­ur­inn er okk­ar heima­völl­ur þegar taka þarf brýn mál til kost­anna.“

Fög­ur eld­fjalla­sýn

Laug­ar­vatn Font­ana býður upp á fleira en bara guf­urn­ar, eins og Anna bend­ir á. Þar er auk­in­held­ur að finna laug­ar sem henta ákaf­lega vel til slök­un­ar. „Þá má ekki gleyma því að laug­arn­ar eru all­ar und­ir ber­um himni svo gest­ir njóta þess enn­frem­ur að fá heil­næmt og frískt loft í leiðinni. Á flest­um dög­um njóta þeir þess líka að hafa gott út­sýni yfir Laug­ar­vatnið sjálft og veður­sæld­in er mik­il hér á svæðinu.“ Þegar gest­ir láta fara vel um sig í einni af þrem­ur laug­um staðar­ins, Laugu, Sælu og Visku, sést jafn­an yfir að eld­fjöll­un­um nafn­kunnu, hinni víðfrægu Heklu og nýstirn­inu Eyja­fjalla­jökli sem kom sér ræki­lega í frétt­irn­ar árið 2010, bend­ir Anna á. „Einkum er gam­an að sjá Heklu frá degi til dags; stund­um er hún nærri, stund­um fjarri, en alltaf er hún breyti­leg. Þá eru ótví­ræð lífs­gæði fólg­in í því fyr­ir okk­ur Íslend­inga að geta slakað á og látið fara vel um okk­ur í heitu vatni jafn­vel þótt snjór sé yfir öllu. Fá lönd geta leyft sér þann munað því heitt vatn er bara notað í inni­laug­um, víðast hvar. En við njót­um lífs­ins und­ir ber­um himni, jafn­vel á köld­um árs­tím­um. Sú nýt­ing heita vatns­ins er sérstaða út af fyr­ir sig, og þó við Íslend­ing­ar séum vön þessu þá er þetta gríðarlega sér­stakt sem upp­lif­un fyr­ir út­lenda gesti. Vet­ur­inn er nefni­lega ekki síður sér­stæður í upp­lif­un hér í Font­ana – að liggja í ljúf­um hita og vellíðan í ljósa­skipt­un­um, jafn­vel í frosti og und­ir dans­andi norður­ljós­um, það gef­ur ekki svo lítið.“

Ögrandi nánd við nátt­úr­una

Anna seg­ist ekki þekkja þess önn­ur dæmi hér­lend­is að al­menn­ingi sé op­inn aðgang­ur að jarðhita­gufu sem sett er upp með sama hætti og hjá Laug­ar­vatni Font­ana, þar sem jarðhit­inn ylj­ar viðstödd­um milliliðalaust. „Það er óneit­an­lega dá­lítið ögr­andi, bæði fyr­ir Íslend­inga og er­lenda gesti, að kom­ast í þessa beinu snert­ingu við nátt­úr­una. Maður heyr­ir jú í hvern­um und­ir fót­um sér, og finn­ur lykt­ina af efna­ríku vatn­inu. Við end­ur­bygg­ingu á gufu­klef­un­um var ákveðið að hafa í heiðri stærðina sem var á gömlu klef­un­um, svo þeir eru fyr­ir bragðið með dá­lítið hráu og jafn­vel drunga­legu yf­ir­bragði. Allt er í sama anda og var í gömlu klef­un­um.“ Anna bæt­ir því við að gömlu klefarn­ir hafi óneit­an­lega haft sinn sjarma enda séu sum­ir sem sakni þeirra. Engu að síður hafi lengi staðið til að bæta þá aðstöðu; fyrstu hug­mynd­ir um úr­bæt­ur á þeim hafi komið fram árið 1969, í blaðagrein­um í Morg­un­blaðinu. Sum­arið 2011 hafi svo end­ur­bætt aðstaða loks verið opnuð al­menn­ingi.

Sag­an lif­ir á Laug­ar­vatni

Sem fram­ar grein­ir stend­ur menn­ing heitra baða á göml­um merg á Laug­ar­vatni. „Hér við hliðina á okk­ur höf­um við Vígðulaug, sem er ekki eins heit­ur hver eða um 38°C, og þangað fóru höfðingjarn­ir af Þing­völl­um árið 1000 til að skír­ast til krist­inn­ar trú­ar. Þeim leist ekki á að láta skír­ast í vatn­inu að Þing­völl­um því það er svo kalt. Svo þeir gerðu sér ferð til Laug­ar­vatns þar sem þeir vissu af hinni heitu Vígðulaug. Svo klár­lega hef­ur staður­inn verið notaður til baða frá land­náms­öld. Reynd­ar hef­ur laug­in fallið svo­lítið sam­an og er sjálfsagt enn eitt dæmi um forn­minj­ar sem við þurf­um að sinna bet­ur,“ seg­ir Anna. „En í kring­um laug­ina er mik­il saga, bæði í kring­um kristni­tök­una en einnig kem­ur hún við sögu í kring­um siðaskipt­in, þegar háls­höggv­in lík Jóns Ara­son­ar og sona hans voru flutt frá Skál­holti til Ak­ur­eyr­ar; þá var áð við Laug­ar­vatn og lík­in lauguð í Vígðulaug. Svo það er rík saga sem býr í heitu laug­un­um að Laug­ar­vatni.“ Anna rifjar enn­frem­ur upp að Vígðalaug hafi gegn­um ald­irn­ar haft á sér orð fyr­ir að búa yfir lækn­ing­ar­mætti, einkum fyr­ir aug­un. „Svo fólk sem kem­ur að Vígðulaug dýf­ir í hana fingri og strýk­ur yfir aug­un á sér, í þeirri trú að vatnið sé heil­næmt og bæti sjón­ina.“

Hit­inn nýt­ist á ýmsa vegu

Þá minn­ist Anna á annað nota­gildi sem felst í jarðhit­an­um að Laug­ar­vatni. „Fyr­ir utan að sjá byggðarlag­inu fyr­ir upp­hit­un þá not­um við jarðvarmann til að baka hér brauð á hverj­um degi, bæði fyr­ir íbú­ana og eins fyr­ir ferðamenn. Þetta geta gest­ir Laug­ar­vatns Font­ana séð á hverj­um degi kl. 15:00 þegar við tök­um upp brauðin, og það finnst út­lend­ing­um al­veg hreint magnað – að sjá brauðin tek­in upp og fá svo að smakka. Til þess not­um við sand­inn sem ligg­ur að hvern­um; við gröf­um aðeins ofan í sand­inn og þar er brauðið bakað. Þarna er komið annað dæmi um nátt­úru­und­ur sem okk­ur Íslend­ing­um þykir kannski ekki ýkja merki­legt en út­lend­ing­um þess frek­ar því þetta þekk­ist ekki í mörg­um öðrum lönd­um. Eins var þessi sami hver lengi notaður sem al­menn­ingsþvotta­hús þar sem fólk úr bæj­ar­fé­lag­inu og nærsveit­um þvoði sinn þvott.“

Margt á döf­inni hjá Laug­ar­vatni Font­ana

Meðal þess sem er á dag­skránni hjá Önnu og fé­lög­um hjá Font­ana er hjól­reiðamót sem haldið verður 1. sept­em­ber en kepp­end­ur ljúka keppni á því að slaka á í baði í Laug­ar­vatni Font­ana. „Við erum einnig oft með lif­andi tónlist hjá okk­ur, upp­lest­ur fyr­ir er­lenda ferðamenn og fleira í þeim dúr; við höf­um alltaf áhuga á að bæta við slík­um viðburðum.“ Þegar talið best að frek­ari upp­bygg­ingu aðstöðunn­ar verður Anna leynd­ar­dóms­full á svip. „Ég veit til þess að eig­end­ur hafa áhuga á því að bæta enn meira við af vatns­tengdri aðstöðu en hvað það verður er leynd­ar­mál um sinn. En það er ým­is­legt spenn­andi á prjón­un­um til að gera staðinn enn betri.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda