Atkins-kúrinn tekinn með trompi

Sharon Osbourne hefur tekið Atkins-kúrinn með trompi og er ný talskona samtakanna. Sjónvarpsstjarnan hefur lengi háð baráttu við aukakílóin. Henni tókst loks að losa sig við þau hratt og örugglega, með því að fylgja Atkins-mataræðinu; sneiða algjörlega hjá kolvetnaríku fæði en innbyrða þess í stað mikið af fitu- og próteinríkum mat.

Osbourne er fræg úr veruleikaþætti sínum en starfar nú sem dómari í hæfileikaþættinum America’s Got Talent. Hún náði að eigin sögn að losna við sex kíló á innan við tveimur vikum, þökk sé Atkins. Í framhaldinu ákvað hún að gerast talskona samtakanna.

„Ég kýs að tala ekki um Atkins-megrunarkúrinn,“ segir sjónvarpsstjarnan í viðtali við fréttavefinn ET Online. „Fyrir mér er Atkins annað og miklu meira. Þetta er nýr lífsstíll. Þú getur borðað eins mikið og þú vilt af ákveðnum fæðutegundum. Þannig er þetta ekki megrunarkúr, heldur breyttar matarvenjur og nýtt líf.“

Osbourne hefur að sögn talið eiginmanninn, rokkarann Ozzy, á að tileinka sér Atkins-mataræðið en takmark hans er að losna við níu kíló. Sjálf vill sjónvarpskonan losa sig við fimm kíló til viðbótar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda