Makaleit er fjársjóðsleit

Séra Hildur Eir Bolladóttir.
Séra Hildur Eir Bolladóttir. mbl.is

Hildur Eir Bolladóttir, prestur á Akureyri, velti hjónabandinu fyrir sér á Paramessu og segir að hjónabandið sé tvíeggjað sverð.

„Hjónabandið er í raun tvíeggjað sverð eins köld og sú líking hljómar. En staðreyndin er bara sú að það getur orðið þín stærsta gæfa en líka mesta böl í lífinu og það er ekki endilega makanum að þakka eða kenna heldur það sem par verður þegar það kemur saman. Að sjálfsögðu eigum við öll að virða þær lágmarkskröfur mannlífsins að sýna hvert öðru virðingu, kurteisi, velvilja þó það sé ekki nema bara fyrir þær sakir að við komum öll með sama hætti inn í þennan heim og kveðjum hann sömuleiðis, sköpuð í Guðs mynd og þráum innst inni það sama. En að við getum átt samleið með öllum þannig að það verði okkur til uppbyggingar og þroska er því miður bara útópía. Þess vegna er svo mikilvægt að velja sér maka með köldu höfði og heitu hjarta, tvær frábærar manneskjur geta þrátt fyrir allt orðið hvor annarri þröskuldur að farsæld og hamingju án þess að ganga nokkuð annað en gott eitt til. Þetta snýst nefnilega ekki alltaf um magn gæða heldur hlutföll og samsetningu, uppruna og eðli. Þess vegna ber það ekki vott um karakterbrest að lenda í krísu eða finna til vanmáttar gagnvart sínu hjónabandi heldur er það enn einn vitnisburður þess að við erum bara manneskjur, fólk sem hefur ekki fullunnið lífshandrit í höndum, erum eiginlega alltaf að spinna á staðnum og þörfnumst því reglulega leiðsagnar,“ sagði Hildur Eir. 

Hún segir að gott hjónaband sé eitt það besta sem hægt er að eignast í lífinu.

„Þess vegna er áhættan þess virði, sú áhætta að upplifa sársauka er raunverulega þess virði vegna þess að ávinningurinn getur verið svo stór og mikill. Gott hjónaband gerir fólk að betri manneskjum, það er alveg staðreynd, fólk þroskast og eflist hraðar í góðu hjónabandi. Það er vegna þess að þar fær það tilfinningalega næringu sem er mikilvægasta nestið út í lífið. Með slíka næringu í farteskinu geturðu bókstaflega tekist á við hvað sem, þú getur verið í ömurlegri vinnu, orðið alvarlega veikur eða lent í slysi, þú getur orðið fyrir óvæginni gagnrýni, hvort heldur sem er á opinberum vettvangi eða í minni hóp, þú getur misst ástvin, lent í fjárhagsvanda o.s.frv. en ef þú ert í góðu og nærandi hjónbandi þá ertu mjög líklegur til að halda sjó, mjög líklegur til að komast heill í gegnum erfiðleika og sorg. Makaleit er ekkert annað en fjársjóðsleit.“

HÉR er hægt að lesa pistilinn í heild sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda