Manhattan-kúrinn slær í gegn

Vinkonurnar í Sex and The City þáttunum eru gott dæmi …
Vinkonurnar í Sex and The City þáttunum eru gott dæmi um flottar Manhattan konur. HO

Erkitýpan af konum á Manhattan vill ýmist vera af framakonunni sem æfir sig fyrir maraþonið í Central Park í frístundum, eða af jóga-mömmum sem ganga um í vintage-flíkum og versla allt lífrænt og ferskt í gourmet-búðum Greenwich Village. Hvor heldur sem er eiga þær það sameiginlegt að vera tággrannar, og það þrátt fyrir að stunda veitingastaði, bari og kaffihús stóra eplisins stíft.

Hvernig Manhattan-konur fara að því að halda sér grönnum og flottum er umfjöllunarefni nýrrar bókar, The Manhattan Diet, eftir Eileen Daspin. Eileen ræddi við fjöldann allan af konum í New York við gerð bókarinnar til að komast að því hvernig þær passa upp á línurnar. Kom henni á óvart hversu lítið var um öfgar í í heilsuprógrammi þeirra, öfugt við það sem hún hélt að yrði.

Stutta útgáfan af því sem hún komst að hljómar svona samkvæmt Mailonline:

  • Borðaðu vel en ekki of mikið.
  • Labbaðu allt sem þú getur.
  • Eldaðu heima.
  • Ekki klára alveg af matardisknum.
  • Leyfðu þér eitthvað sætt af og til.
  • Passaðu að verða ekki svöng.
  • Borðaðu sem mest af ferskri, óunninni vöru.
  • Losaðu þig við allt sem inniheldur orðið „diet“.
  • Vatn er gott fyrir þig.
  • Vínglas af og til líka.
  • Borðaðu alltaf nóg af grænmeti.

Út frá svörum kvennanna setti Eileen saman 28 daga matarplan sem finna má í bókinni auk þess sem þar er að finna fjöldann allan af góðum ráðum og uppskriftum frá ýmsum þekktum kokkum.

Eitt er víst að maður þarf klárlega ekki að búa í New York til að fylgja Manhattan-kúrnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda