Grænmeti geri okkur bjartsýnni

Sýnt hefur verið fram á tengsl bjartsýni og neyslu á …
Sýnt hefur verið fram á tengsl bjartsýni og neyslu á grænmeti og ávöxtum. mbl.is/Ómar

Lengi hefur verið ljóst að grænmeti og ávextir eru góð fyrir mannskepnuna. Nú hafa vísindamenn sýnt fram á með óyggjandi hætti að tengsl séu á milli neyslu á grænmeti og ávöxtum og bjartari sýnar á lífið og tilveruna.

Rannsóknin tók til 1.000 Bandaríkjamanna, bæði karla og kvenna, á aldrinum 25 til 74 ára. Kom í ljós  að þeir sem borðuðu þrjár eða fleiri tegundir af grænmeti eða ávöxtum á dag voru umtalsvert bjartsýnni og minna stressaðir en þeir sem neyttu minna magns. 

„Bjartsýnni einstaklingar reyndust búa yfir meira magni af andoxunarefninu karotíni, s.s.  beta-karotíni [sem einkum finnst í grænmeti og ávöxtum] en hinir,“ sagði Julia Boehm, vísindamaður við Harvard School of Public Health, í viðtali við Daily Mail. Mældust þeir bjartsýnu með allt að 13% meira karotín í blóðinu en hinir að sögn Juliu. 

Áður hefur verið sýnt fram á að mikið magn karótíns fari saman við hreysti og heilsu en þetta er í fyrsta sinn sem sýnt er fram á tengsl bjartsýni og karótínmagns að sögn Juliu.

Á síðasta ári sýndi rannsókn við Warwick-háskóla fram á að þeir sem borðuðu sjö eða fleiri tegundir ávaxta og grænmetis á dag voru hvað hamingjusamastir. Komu niðurstöðurnar þá vísindamönnum mjög á óvart. „Við höldum að við séum að sjá eitthvað mjög merkilegt hérna,“ sagði prófessor Andrew Oswald á sínum tíma og taldi orsökina geta legið hjá andoxunarefnunum, án þess að það lægi alveg ljóst fyrir.

Svo þar er komin enn ein ástæðan til að vera duglegur í hollustunni... hver vill ekki líta framtíðina björtum augum!

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda