9 atriði sem næringarfræðingar myndu forðast

Ólífuolía, kaldpressuð, er góð fyrir mann.
Ólífuolía, kaldpressuð, er góð fyrir mann. Mbl.is/Kristinn

Í frumskógi hollustunnar erum við ávallt að reyna að rata hinn fullkomna veg. Hann er hins vegar vandrataður enda úrvalið mikið. Samkvæmt heilsusíðunni Shape.com myndu næringarfræðingar flestir forðast vörur sem tækju fram neðangreind níu efni í innihaldslýsingunni:


1. Kalíumbensóat (E-212) - Oft að finna í sykursneyddum „diet“ drykkjum. Þeir geta svo sannarlega freistað, þegar þörfin fyrir koffín krefur og maður forðast kaffið. Þetta aukaefni getur hins vegar verið krabbameinsvaldandi blandist það C-vítamíni, sem oft er að finna í kolsýrðum drykkjum. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á tengsl diet-gosdrykkja og þyngdaraukningar og sykursýki.
Ber því að forðast vöruna ef það þetta kemur fyrir í innihaldslýsingunni. Passið ykkur líka á eplasíder, tilbúnum salat-sósum, sírópi og sultum - þar gildir það sama, að lesa innihaldslýsinguna vel.


2. Sterkja - Hér er átt við genabreytta sterkju, glúkósa og  maísolíu. Allar eru þær þessar ríkar af omega-6 fitusýrum sem geta valdið bólgum, hjartasjúkdómum og jafnvel verið krabbameinsvaldandi. Nú þarfnast maðurinn reyndar bæði omega-6 og omega-3 fitusýra til að starfa, en yfirleitt hallar á omega-3 þ.s. omega-6 finnst svo víða í ódýrari vörum. Best er að reyna að draga úr hlutfalli þeirra síðarnefndu með því að sleppa t.d. smjörlíki, grænmetisolíu og vörum úr sojabaunum en bæta sér á móti upp omega-3 með því að vera dugleg að borða lax, lífrænt nautakjöt, chia fræ og valhnetur.


3. Soja - Oft er talað um sojavörur, unnar úr sojabaunum, sem hollan, ódýran og fitulítinn valkost. Málið er bara að mikill meirihluti sojavara er unninn úr erfðabreyttum sojabaunum. Sýnt hefur verið fram á að neysla slíkra vara getur dregið úr frjósemi og haft áhrif á magn estrógens í konum, dregið úr kynorku o.s.frv. Mælt er með vörum úr lífrænt ræktuðu soja ef einhverju. Hér má nefna afurðir á borð við baunir, hnetur, quinoa, hirsi og fleira, sem henta vel sem prótíngjafar.


4.  BHA - Þráavarnarefnið BHA (Bútýlhydroxíanisól eða E-320)  lengir líftíma vöru. Viðurkennt er að það geti valdið óþoli þrátt fyrir að vera almennt leyft í vörum. Sýnt hefur verið fram á að tengsl BHA og krabbameins í dýrum, sem setur spurningamerki við áhrif þess á mannfólkið. Best að forðast eins og kostur er.


5. Pálmakjarnaolía - Varast ber bæði herta sem og hefðbundna pálmakjarnaolíu. Hún vill setjast á kroppinn og sitja þar föst. Þrátt fyrir að vera nokkuð rík af E-vítamíni, sem er mikilvægt fyrir ónæmiskerfið og meltinguna, er betra að fá það úr öðrum olíum. Má þar nefna svo sem kaldpressaða ólívu-, lárperu- eða möndluolíu enda þær enn ríkari af þessu vítamíni.


6. MSG - Hið þekkta „þriðja krydd“ eða hið bragðaukandi MSG (Mononatríumglútamat eða E-621), oft notað í asískri matargerð og dósamat. Talið í lagi í litlu magni en viðurkennt að margir hafa óþol fyrir því að staðaldri. Getur orsakað höfuðverk, mígreni og haft aðrar aukaverkanir. Best að varast ef mögulegt.


7.  Bragðefni - Gervibragðefni er víða að finna í dag, hvort heldur sem um ræðir í brauðum, morgunkorni, jógúrt, súpudufti eða öðru. Þau bæta litlu sem engu við næringargildi viðkomandi vara og best væri að forðast þær alveg. Til dæmis nota bara ferska ávexti út í hreina jógúrt í stað þess að koma einhverja unna með bragðefnum.


8. Natríumnítrít - Rotvarnarefnið natríumnítrít (E-250) er oft að finna í unnum kjötvörum á borð við pylsum. Sýnt hefur verið fram á að neysla natríumnítríts getur ýtt undir myndun krabbameins og því borgar sig að halda neyslu á fyrrnefndum vörum í hófi, ef ekki bara sleppa henni alfarið.


9. Erfðabætt hveiti - Þeim mun grófara hveiti sem við borðum, þeim mun betra. Korn glatar hollum eiginleikum sínum eftir því sem það er meira unnið. Gildir því að þeim mun minna unnið, því meira fylgir af náttúrulegum bætiefnum hveitisins sem er þeim mun betra fyrir mannskepnuna. Varast ber að falla fyrir merkingum sem lofa „meiru af þessu vítamíninu, trefjum eða öðru en hinu“. Þeim efnum hefur þá oftar en ekki verið bætt við eftir mikla vinnslu kornsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda