Nýleg rannsókn við háskólann í Madrid hefur afsannað hina lífseigu kenningu um að morgunstund gefi gull í mund og að morgunhönum vegni almennt betur í lífinu.
Rannsóknin var gerð á 1.000 nemendum við skólann þar sem ströng próf voru gerð á hópnum þar sem fylgst var með akademískum árangi og gáfnafari almennt. Í ljós kom að morgunhönunum gekk yfirleitt betur í skólanum sem er útskýrt með þeim hætti að kennslustundirnar henti betur þeirra sólarhring en þeirra sem vaka lengi fram eftir. Hins vegar sýni næturuglurnar allt aðra hæfileika á borð við félagsfærni, voru meira skapandi og nældu sér iðulega í betur launuð störf.
Þannig er fólk í skapandi greinum oftar næturuglur á meðan fólk í ferköntuðum störfum sem krefjast mikillar reglusemi oftar morgunhanar.
Greinina má lesa í heild sinni HÉR.