Eins ljúf og hækkandi sól nú er, er því ekki að neita að hvimleiður fylgikvilli vors og sumars er frjókornaofnæmið. Því er ekki verra að luma á töfraformúlu þegar það byrjar að herja á mann.
Meðfylgjandi uppskrift er að heilsudrykk sem sérfræðingar Healthy Holistic Living-síðunnar uppástanda að geri kraftaverk í ofnæmistíðinni. Guð veit að það er lítið gaman að vera með rauð augu, rennandi nef og hnerrandi þegar maður vill vera úti í sólinni, á sumarkjól og sandölum, með gleði í hjarta. Því er um að gera að gefa honum þessum séns
Græna sprengjan:
1 bolli grænt myntute
2 kiwi
1 grænt epli
1 avókadó
1 msk frjóduft (e. bee pollen, fæst í heilsuverslunum)
1 msk hunang
1/2 tsk turmeric
2 msk ferskur lime-safi
Aðferð: Öllu skellt í blandara og maukað saman.
Vinsamlegast athugið: Mælt er með að sem mest af innihaldinu sé lífrænt ræktað. Farið einnig hægt af stað í frjóduftið. Mælt er með því að byrja smátt og fara ekki í fulla matskeið fyrr en eftir að hafa drukkið drykkinn með minna magni, einu sinni á dag í viku.