Heilsukaramella fyrir allan peninginn

Heilsukaramella frá Sollu Eiríks.
Heilsukaramella frá Sollu Eiríks. Ljósmynd/Solla Eiríks

Það fyrsta sem hægt er að láta sér detta í hug þegar maður heyrir minnst á karamellur er líklega ekki að þær séu hollar og næringarríkar. Karamelluuppskriftin hennar Sollu Eiríks er án efa ein af fáum undantekningum. Hægt er að nota karamelluna sem krem á köku eða setja hana í form og inn í frysti og borða hana eins og hefðbundnar karamellur.

Innihald:

1 1/2 dl „coconut nectar“ eða hlynsýróp

1 dl fljótandi kókósolía

2 kúfaðar matskeiðar möndlusmjör

1/4 tsk sjávar eða himalaya salt

Aðferð:

Allt sett í blandara og blandað þar til áferðin er silkimjúk og kekklaus.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda