Haltu upp á viku snípsins

Sigga Dögg.
Sigga Dögg.

Alþjóðleg vika snípsins er haldin í fyrsta skipti dagana 6.-12. maí. Talskona vikunnar, Nadine Gary, segir að athyglin beinist ekki nægilega mikið að snípnum og að fólki finnist óþægilegt að ræða um hann. Þess vegna ákvað hún ásamt hópi fólks að stofna alþjóðlega viku snípsins. Þegar Smartland spurði Siggu Dögg kynfræðing hvort snípurinn væri vanmetið fyrirbæri sagði hún að svo sé. 

„Snípurinn er mjög vanmetinn því fólk veit ekki að hann er helsti unaðsstaður píkunnar og leið flestra til að fá fullnægingu er með örvun hans. Það þarf að passa að hann sé smurður áður en er nuddaður og er það hægt að gera með bleytu úr píkunni, munnvatni eða sleipiefni. Snípurinn er risavaxið líffæri en aðeins hluti af honum er sýnilegur,“ segir Sigga Dögg. 

Þarf snípurinn sérstaka viku?

„Hvort hann þurfi sérstaka viku er eitthvað sem hver má ákveða fyrir sig en honum hefur oft verið sleppt úr læknabókum og ekkert um hann fjallað sem er ákaflega sorglegt ef þetta er ein helsta leið til unaðar.“

Hvað leggur þú til að konur geri á viku snípsins?

„Þetta er bara liður í því að leyfa konum að setja kröfur á kynlífið og sjálfa sig og maí er alþjóðlegur sjálfsfróunarmánuður svo þetta fer einkar vel saman, konur virðast ekki rúnka sér jafnoft og karlmenn og byrja seinna á því en margt væri hægt að laga í samböndum og kynlífi ef báðir aðilar pössuðu upp á að sinna sér.“

Sigga Dögg ætlar að halda upp á viku snípsins með því að fræða landann.

„Ég verð með fyrirlestraröð fyrir norðan og svo auðvitað kjafta ég um hann í útvarpinu í kvöld í kjaftað um kynlíf á k100.5 kl. 22.00. Ég skrifa um hann nánar í blöðin og
svo er ekkert verra að heilsa upp á vinkonuna í vikunni. Sumir þurfa svona áminningar rétt eins og við höldum konudag og bóndadag hátíðlegan. Það má splæsa í smá dekur fyrir hana í tilefni vikunnar, kannski sleipiefni og titrara? Ég er með nokkra sem ég mæli með á heimasíðunni minni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda