Öfgafull Star Trek megrun

Alice Eve kemur fram á nærklæðunum í Star Trek: Into …
Alice Eve kemur fram á nærklæðunum í Star Trek: Into Darkness og lagðist því í öfgakenndan megrunarkúr

Leik­kon­an Alice Eve virðist hafa tekið megr­un­ar­kröf­ur Hollywood út í öfg­ar fyr­ir hlut­verk sitt sem Dr. Carol Marcus í Star Trek: Into Dark­ness.

Þegar Eve var spurð út í und­ir­bún­ing­inn fyr­ir hlut­verkið sagði hún „Það eina sem ég get gefið uppi er að ég hef ekki borðað margt annað en spínat síðustu vik­ur.“

Leik­kon­an er 31 árs göm­ul og þrátt fyr­ir að hafa átt hlut­verk í mynd­um á borð við Men in Black 3, Sex and the City 2 og She's Out of My League bend­ir flest til þess að hlut­verk henn­ar í Star Trek verði það sem skjóti henni upp á stjörnu­him­in­inn. Talið er að per­sóna henn­ar muni eiga í sam­bandi við Captain Kirk sem leik­inn er af Chris Pine en lítið hef­ur verið látið uppi um hlut­verkið.

Leik­kon­an er ekki sú eina sem kýs furðuleg­ar megr­un­araðferðir en sagt er að Mariah Carey borði aðeins fjólu­blá­an mat og að Beyoncé Knowls grenni sig með hjálp hlyn­sýróps og sítr­ónusafa.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda