Ný rannsókn hefur leitt í ljós að gosdrykkir eru jafn slæmir fyrir tannheilsu fólks og krakk og metamfetamín en þau eiturlyf eru þekkt fyrir að hafa einstaklega slæm áhrif á tannheilsu fíkla.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að kona á þrítugsaldri sem drakk tvo lítra á dag af sykurlausum gosdrykkjum daglega í þrjú til fimm ár upplifði tannskemmdir sem líktust þeim tannskemmdum sem metamfetamínfíkill á sama aldri var með.
Gosdrykkir, bæði sætir og sykurlausir, geta valdið svipuðum tannskemmdum og metamfetamín og krakk en algengasta skemmdin er glerungseyðing. Fyrir utan það að setja tennurnar í snertingu við eyðandi sýru þá draga eiturlyfin út framleiðslu munnvatns og koma því í veg fyrir að sýnar skolist í burtu af tönnunum, sama á við um gosdrykkina.
Formaður bresku tannheilsusamtakanna, dr. Nigel Carter, segir mikilvægt að almenningur fái upplýsingar um rannsóknina. „Lykilatriðið í þessari rannsókn er að sýna fram á að mikil neysla gosdrykkja veldur eyðileggingu. Það er mikilvægt að draga úr neyslunni. Í hvert sinn sem við borðum eða drekkum eitthvað sætt eru tennurnar okkar undir árás í 1-2 klukkustundir. Munnvatn spilar stórt hlutverk en það hreinsar tennurnar. En ef við erum stanslaust að neyta sætra drykkja þá ræður munnvatnið ekki við að hreinsa tennurnar.“
Dr. Nigel Carter segir meginástæðu þess að börn nú á dögum eru við slæma tannheilsu sé neysla gosdrykkja. „Þessi tilhneiging til að vera stanslaust að sötra á sætum drykkjum er ástæða þess að tannheilsa fer versnandi.“
Þá mælir dr. Nigel Carter með því að tyggja sykurlaust tyggjó eftir að sætra drykkja hefur verið neytt. „Sykurlaust tyggjó flýtir fyrir hreinsun tannanna.“