SkjárEinn og Saga Film hafa ákveðið að ráðast í stærsta sjónvarpsverkefni síðustu ára, Biggest Loser Ísland. Inga Lind Karlsdóttir stýrir þáttunum.
Í fréttatilkynningu segir að íslenska þjóðin standi á tímamótum. Hún sé sú feitasta í Evrópu og við okkur blasi alvarlegt lýðheilsuvandamál. Því hafi SkjárEinn og Saga Film ákveðið að ráðast í stærsta sjónvarpsverkefni síðustu ára, Biggest Loser Ísland.
Þar segir einnig: „Í þáttunum er keppendum boðið upp á að snúa við blaðinu og láta draum sinn um betra líf rætast undir handleiðslu og hvatningu The Biggest Loser-teymisins sem inniheldur meðal annars lækna, sálfræðinga, næringarfræðinga og líkamsræktarþjálfa. Þeir sem valdir verða til þátttöku munu dvelja í 10 vikur á heilsuhótelinu á Ásbrú.“
<div>Inga Lind Karlsdóttir gerði á sínum tíma þætti um offitu fyrir Stöð 2.</div>