Húðsjúkdómalæknirinn Jessica Wu segir mataræðið hafa mikil áhrif á húðina en hún lumar á nokkrum góðum ráðum. Þessi sex matvæli ættu að koma þér skrefinu nær hreinni og ljómandi húð.
Tómatar
Tómatar innihalda andoxunarefni á borð við lycopene en lycopene er samkvæmt rannsóknum eitt öflugasta andoxunarefnið. Það ver húðina fyrir sólarskemmdum og dregur úr líkum á t.d. krabbameini og hjartasjúkdómum. Lycopene nýtist líkamanum betur þegar búið er að elda tómatinn þannig að þá er tilvalið að fá sér einn grillaðan, steiktan eða bakaðan tómat með kvöldmatnum.
Rautt kjöt
Fitusnautt og hreint rautt kjöt inniheldur mikið magn próteins og járns. Próteinið í rauðu kjöti inniheldur mikið magn glycine og proline en þau efni auka framleiðslu kollagens í húðinni. Nýlegar rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að rautt kjöt getur haft góð áhrif á óhreina og bólótta húð. Þeir sem ekki borða rautt kjöt geta fundið glycine í fiskmeti og kotasælu en járnið má m.a. finna í ostrum og linsubaunum.
Grænt te
Grænt te er stútfullt af andoxunarefnum. Það dregur úr uppþembu og inniheldur efni sem draga úr öldrun húðarinnar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að dagleg tedrykkja getur lagfært sólarskemmdir og sprungnar háræðar og dregið úr roða. Þá er einnig hægt að leggja kalda teopa beint á húðina til þess að draga úr bólgum og þrota.
Grænar baunir
Grænar baunir styrkja hárið og neglurnar en þær innihalda mikið magn af silica. Þá er mælt með að velja lífrænar grænar baunir því þær innihalda meira magn silica sem er nauðsynlegt efni fyrir húðina.
Valhnetur
Valhnetur innihalda mikið magn af omega-3 fitusýrum. Þær draga úr bólgum, bólum, kláða og flekkjum í húðinni. Omega-3 fitusýrur verja húðina fyrir eiturefnum og þær geta einnig hjálpað húðinni við að varðveita raka.
Jógúrt
Jógúrt kemur sér vel fyrir þá sem eiga við meltingartruflanir að stríða en líka þá sem glíma við bólur, exem og flösu. Vertu viss um að velja þér sykurlaust jógúrt.