Af hverju er sykur óhollur?

Sykur.
Sykur.

Sykur, eða súkrósi, er umtalsverður hluti hitaeininga í hefðbundnu, vestrænu mataræði. Sykur er byggður upp af tveimur einföldum sykrum, glúkósa og frúktósa. 50% er frúktósi, 50% er glúkósi. Glúkósi kemur úr sterkju eins og kartöflum, líkaminn framleiðir hann og allar frumur á yfirborði jarðar hafa glúkósa í sér. Glúkósi er sameind sem er nauðsynleg öllu lífi. Þetta kemur fram á vefsíðunni betrinæring.is. 

Frúktósi er hins vegar ekki nauðsynlegur öllu lífi. Mannverur framleiða ekki frúktósa og í gegnum mannkynssöguna hafa þær ekki neytt hans í miklu magni nema árstíðabundið á uppskerutíma ávaxta. Líkaminn nýtir glúkósa og frúktósa á mjög mismunandi hátt.

Meginatriðið er að á meðan hver einasta fruma líkamans getur nýtt glúkósa, þá er lifrin eina líffæri mannslíkamans sem getur brotið niður frúktósa í einhverju magni.

Á meðan fólk borðar mat sem er kaloríuríkur og inniheldur mikið magn frúktósa, er lifrin yfirhlaðin og bregst við með því að breyta frúktósa í fitu.

Lustig og fleiri vísindamenn trúa því að ofgnótt frúktósa í fæðunni geti verið ein af meginástæðum fyrir mörgum af alvarlegustu lífsstílssjúkdómum sem við glímum við í dag, þar á meðal: offitu, sykursýki 2, hjartasjúkdómum og jafnvel krabbameini.

Að borða ofgnótt frúktósa í formi viðbætts sykurs getur:

-Látið lifrina í þér framleiða fitu, sem flyst úr lifrinni sem VLDL kólesteról, sem leiðir til blóðfituvandamála (hækkað kólesteról og þríglýseríðar), fitu í kringum líffærin og að endingu hjartasjúkdóma (12).

-Aukið þvagsýru í blóði sem leiðir til þvagsýrugigtar og aukins blóðþrýstings (3,4).

-Aukið fitumyndun í lifrinni sem getur leitt fitulifrar (56).

-Orsakað insúlínóþol, sem getur leitt til offitu og sykursýki 2 (78).

-Insúlínóþol leiðir til aukins magns insúlíns og insúlín vaxtaþáttarins (IGF-1) í líkamanum, sem getur á endanum aukið líkur á krabbameini (910).

-Frúktósi veldur ekki seddutilfinningu á sama hátt og glúkósi, því veldur hann því að þú borðar fleiri hitaeiningar þar sem þér finnst þú ekki vera saddur þó þú hafir borðað mikið af honum (11).

-Sykur getur hreint og beint verið ávanabindandi (12).

Ef auknar líkur á offitu, krabbameini, hjartasjúkdómum og sykursýki eru ekki nægar ástæður til að forðast sykur, veit ég ekki hvað þarf til!

Þú þarft að vera meðvitaður um að það hefur ekki tekist að sýna fullkomlega fram á þetta allt í stýrðum rannsóknum, en vísbendingarnar eru mjög sterkar og fleiri rannsóknir munu skýra þetta enn betur á komandi árum.

Viðbættur sykur er óhollur, en ávextir ekki


Það er mikilvægt að skilja að ofangreint á ekki við um ávexti. Ávextir eru ekki bara blautir pokar fullir af frúktósa, þeir eru fersk, „alvöru“ fæða með lágu magni hitaeininga og miklu magni trefja.

Það er erfitt að borða yfir sig af ávöxtum og þú þyrftir að borða fáránlega mikið af þeim til að nálgast hættulegt magn af frúktósa. Almennt eru ávextir minniháttar uppspretta frúktósa í fæðunni miðað við viðbættan sykur.

Slæm áhrif sykurs eiga við vestrænt fæði sem er bæði hitaeiningaríkt og inniheldur mikið magn af viðbættum sykri. Þau eiga ekki við náttúrulegan sykur sem fæst úr grænmeti og ávöxtum. Punktur.

Dr. Robert H. Lustig, innkirtlasérfræðingur barna og sérfræðingur í offitu barna, hélt fyrirlestur um sykur. Í fyrirlestrinum fór hann ítarlega yfir það hver áhrif sykur eru á mannslíkamann. Þú getur horft á fyrirlesturinn hér fyrir neðan.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda