Svona áttu að forðast blöðrubólgu

Með því að skila inn þvagprufu til læknis er hægt …
Með því að skila inn þvagprufu til læknis er hægt að úrskurða hvort um þvagfærasýkingu sé að ræða. mbl.is/AFP

Það getur verið sársaukafullt að fá þvagfærasýkingu en megineinkennin eru tíðar ferðir á salernið, sviði eða sársauki við þvaglát og verkir fyrir ofan lífbein. Auk þess getur þvagið verið gruggugt.

Samkvæmt Doktor.is er blöðrubólga sýking í þvagblöðrunni en heitið er oft notað ef sýking eða erting myndast í neðri hluta þvagfæra.

Algengasta orsök blöðrubólgu er sýking af völdum þarmabaktería - sérstaklega hjá konum því þær hafa mun styttri þvagrás en karlmenn. Þvagrásarop þeirra liggur nálægt endaþarmsopinu.

Ástæða þess að konur fá þvagfærasýkingu gæti einfaldlega verið rangar hreinlætisaðferðir við klósetferðir. Heppilegast er að konur þurrki sig í áttina frá þvagrásaropinu og aftur að endaþarmsopinu til að forðast að bakteríur frá endaþarminum fari í þvagrásina.

Mikilvægt er að drekka mikið svo að blaðran skolist vel og að hún tæmist alveg við þvaglát. Einnig er talið að líkur á blöðrubólgu minnki ef fólk klæðir sig vel. Gott ráð er einnig að fara á salernið og tæma blöðruna strax eftir samfarir því með því skolarðu burt þær bakteríur sem gætu hafa komist í þvagrásina. Tæmið blöðruna reglulega - helst þriðju hverja klukkustund. Konur með „partíblöðru“ eru í meiri hættu á að fá blöðrubólgu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda