Ásdís Halla hjálpar fólki að grennast

Ásdís Halla Bragadóttir ætlar að hjálpa fólki að grennast.
Ásdís Halla Bragadóttir ætlar að hjálpa fólki að grennast. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, leiðtogaþjálfi og stjórnarformaður Sinnum heimaþjónustu verður leiðbeinandi á nýju námskeiði sem hjálpar fólki að ná varanlegum lífstílsbreytingum með kerfi sem kallast TR90. 

„Til að ná varanlegum lífsstílsbreytingum þá þarf maður bæði að huga að líkamlegum og andlegum þáttum og á þessu námskeiði er farið í gegnum allt það sem skiptir máli til að ná tökum á þyngdarstjórnun með heilbrigðum hætti í 90 daga. Tilgangurinn er að komast á skjótan og einfaldan hátt inn í jákvæðan og góðan langtímalífsstíl. Námskeiðið er í boði fyrir alla þá sem eru að fara í gegnum TR90 hvort sem fólk ætlar sér að losna við 5 kíló eða 50 kíló en markmið námskeiðsins er að leiðbeina fólki, styðja það og hvetja í þá 90 daga sem prógrammið varir. Námskeiðið byrjar í næstu viku og síðasti sjens til að skrá sig er á sunnudaginn. Fólk getur t.d. skráð sig með því að senda mér línu á facebook,“ segir Ásdís Halla. 

Þegar hún er spurð nánar út í TR90 segir hún að um sé að ræða nýjar þyngdarstjórnunarvörur frá Nu Skin sem munu ekki koma á markað fyrr en í apríl 2014. 

„Fyrir þá sem geta ekki beðið þá fara þær í forsölu á mánudaginn. TR90 prógrammið byggir á umfangsmiklum rannsóknum en það samanstendur af fæðubótarefnum, orkustöngum og ráðgjöf um næringu og hreyfingu. Ólíkt öðrum þyngdarstjórnunarprógrömmum er TR90 ætlað að vinna bæði með innri og ytri þætti þyngdarstjórnunar og er hannað til að hámarka árangurinn líkamlega og andlega. Innihaldsefnum er ætlað að ýta undir betri efnaskipti auk þess sem þau hafa verið þróuð til draga úr hungurtilfinningu, skapsveiflum og efla viljastyrk. Þetta eru náttúrleg efni sem eiga að hjálpa líkamanum að virka sem best en helstu innihaldsefnin eru t.d. saffran, blóðappelsínur, granatepli, kakó, kirsuber, sítrus ávextir, laukur, grænt te, vínber og cayenne pipar. Auk þess eru sérhönnuð orkustykki til að hjálpa okkur að auka prótein neyslu á kostnað kolvetna. Samhliða prógramminu fær fólk ráðleggingu um æskilegan mat og mikilvægi hreyfingar. Þetta program felur þannig ekki í sér að hefðbundnum mat sé skipt út fyrir fæðubótaefni.“

Hvað kemur til að þú ákveður að taka að þér að leiðbeina á svona námskeiði? „Síðastliðin 12 ár hef ég verið með leiðtoganámskeið fyrir konur um land allt. Það er námskeið sem ég hannaði eftir framhaldsnám í Bandaríkjunum og í gegnum þau námskeið hef ég fengið mikið út úr því að aðstoða og hvetja fólk við að setja sér markmið og ná þeim. Eitt af því sem hefur slegið mig er að um 3 af hverjum 4 konum deila því með mér á þessum námskeiðum að þær glími við skort á sjálfstrausti og líði ekki nógu vel með heilsuna, útlitið, viljastyrkinn eða annað í þá veru. Þessar sömu konur lenda oft í þeim vítahring að nota mat til að hugga sig með eða festast í lífsstíl sem gefur þeim ekki nægilega mikla orku eða jákvæðni. Með því að rjúfa þennan vítahring er hægt að breyta miklu og ná ekki bara árangri með vigtina og heilsuna heldur með lífsstílinn í heild sinni og líðanina. Það er fátt skemmtilegra en að sjá fólk ná árangri og aðstoða fólk við það. Eftir að ég fór að vinna með Nu Skin fyrirtækinu þá kynntist ég TR90 og tel að áhersla fyrirtækisins á heilbrigðan lífsstíl til langs tíma sé það sem geti hjálpað mörgum, konum og körlum á öllum aldri. Hera Björk var fengin til að syngja á ráðstefnu í tengslum við fyrirtækið og hún sló svo rækilega í gegn að hún fékk forskot á sæluna og fékk að prófa TR90. Í gegnum hana hef ég séð hvernig þetta virkar í reynd og það lofar virkilega góðu.“

Hefur þú einhvern tímann átt í barsli með vigtina? Ó já!!! Ég er eins og flestir í ástarhatursambandi við vigtina og fór fyrst í megrun þegar ég var 15 ára. Með árunum þegar hægir á efnaskiptunum þá verður þyngdarstjórnun æ meiri áskorun og seinni meðgöngurnar hafa sérstaklega verið mikil áskorun. Það var ekkert mál að komast í form þegar maður átti barn rúmlega tvítugur en ég var mjög lengi af ná af mér öllum aukakílóunum sem komu á meðgöngunni þegar ég var rúmlega þrítug. Ég passaði ekki í nein föt eftir fæðinguna og var í ljósbláum náttfötum í skírninni vegna þess að stóra teygjan í náttbuxunum var það eina sem komst utan um bumbuna á mér. Að eignast svo barn aftur rúmlega fertug þegar fitubrennslan var orðin enn hægari reyndi líka heilmikið á en þó var það ekki eins mikið mál vegna þess að með árunum lærir maður æ betur á líkamann og hvað virkar og hvað virkar ekki.“

Hvað er það við TR90 sem gerir svona mikið? „Þegar fólk léttir sig í hefðbundinni megrun þá má áætla að um 30-40% af kílóunum sem fara séu vöðvar og með því að minnka vöðvamassann er fólk að hægja verulega á brennslunni. Þess vegna fitna margir jafnóðum aftur og fara jafnvel aftur og aftur í gegnum jójó áhrifin sem eru beinlínis skaðlega líkamlega og andlega. TR90 hjálpar m.a. grunnefnaskiptum okkar að virka sem best en þau bera ábyrgð á 60-75% þeirra hitaeininga sem við brennum daglega. Þeim mun betri sem grunnefnaskiptin eru þeim mun fleiri hitaeiningum brennum við og þannig er unnið að því að hámarka árangurinn til lengri tíma. Prógrammið hefur þau áhrif að fitubrennsla eykst og fitusöfnun minnkar. Það hjálpar til við að viðhalda vöðvamassa og bætir líkamsmótun.“

Ásdís Halla Bragadóttir er ekki eini leiðbeinandinn á námskeiðinu. Þar mun söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir einng leiðbeina ásamt fleirum.  „Fyrir mér er TR90 prógrammið frábær leið til að minnka fituhlutfallið og auka vöðvana og þar með brennsluna. Góður vöðvamassi hjálpar líka til við beinmassann og annað sem er svo mikilvægt að huga að þegar maður er að eldast. Ef ég fæ einhverju ráðið um það þá langar mig að lifa sem lengst en mig langar líka að vera hraust og hamingjusöm gömul kona.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda