Sérfræðingar eru allir á sama máli. Það er töff að lyfta þungum lóðum í dag. En spurningin er hvað býr að baki. Og af hverju ættu konur ekki að lyfta þungum lóðum ef að það er það sem þær vilja? Hér eru átta ástæður fyrir því af hverju þetta viðhorf þarf að breytast samkvæmt vefsíðunni Shape.
Þú brennir töluverðu á því að lyfta þungum lóðum. Með því að lyfta þungum lóðum og byggja upp vöðvamassa mun líkaminn halda áfram að brenna það sem eftir lifir dags. Samkvæmt nýrri rannsókn er talið að með því að bæta við tveimur æfingatímum á viku í prógrammið sem fela í sér þungar lyftingar getirðu minnkað fituprósentuna um þrjú prósent án þess að taka út kaloríur.
Önnur rannsókn frá Háskólanum í Alabama í Birmingham leiddi í ljós að þeir sem eru í átaki og lyfta þungum lóðum missa jafnmörg kíló og þeir sem eru í átaki með því að gera brennsluæfingar. Það sem kom á óvart var að þeir sem lyfta þungum lóðum breyta fitu í vöðva en hinir missa vöðva og fitu í æfingum sínum.
Þú lítur betur út. „Konur geta ekki fengið risastóra vöðva þar sem þær eru ekki með nægilegt testósterónmagn í líkamanum,“ sagði doktor Jason Karp, íþróttasálfræðingur og rithöfundur. Annie Mist sannar það. Hún heldur á mjög þungum hlutum en er ekki með risastóra vöðva.
Þú kemur í veg fyrir beinþynningu. Lykillinn að því er að lyfta þungum lóðum reglulega. Með því að lyfta viðheldurðu beinmassa.
Þú brennir fleiri kaloríum. Þú brennir ef til vill fleiri kaloríum ef þú ferð í hóptíma í ræktinni en ef þú lyftir í klukkutíma. Niðurstöður rannsóknar sem birt var í The Journal of Strength and Conditioning Research leiddi hins vegar í ljós að þær konur sem lyftu þungum lóðum brenndu að meðaltali 100 kaloríum allt að 24 klukkustundum eftir æfinguna.
Þú byggir upp styrk á skemmri tíma. Þú ert fljótari að byggja upp vöðva og sérð árangurinn á skemmri tíma. Ef þú vilt auka kraftinn eru þung lóð málið. Lyftu, róðu og gerðu hnébeygjur með lóðin og árangurinn mun ekki láta á sér standa.
Þú losnar við bumbuna. Rannsókn sem gerð var í Háskólanum í Alabama sýndi fram á að konur sem lyftu þungum lóðum misstu meira af innanfitu en þær sem stunduðu brennsluæfingar.
Það gerir mikið fyrir öryggi þitt. Vöðvar geta gert mikið fyrir sjálfstraustið og þú verður öruggari með þig.
Þú kemur í veg fyrir meiðsli. Aumar mjaðmir og hné sem plaga þig eftir útihlaup heyra sögunni til. Vöðvarnir styrkjast og bandvefurinn í kring. Það kemur í veg fyrir að þú sért öll úti í marblettum.