„Konur geta ekki fengið risastóra vöðva“

Annie Mist.
Annie Mist. Ljósmynd/Rachel McGinn/Reebok

Sér­fræðing­ar eru all­ir á sama máli. Það er töff að lyfta þung­um lóðum í dag. En spurn­ing­in er hvað býr að baki. Og af hverju ættu kon­ur ekki að lyfta þung­um lóðum ef að það er það sem þær vilja? Hér eru átta ástæður fyr­ir því af hverju þetta viðhorf þarf að breyt­ast sam­kvæmt vefsíðunni Shape.

Þú brenn­ir tölu­verðu á því að lyfta þung­um lóðum. Með því að lyfta þung­um lóðum og byggja upp vöðvamassa mun lík­am­inn halda áfram að brenna það sem eft­ir lif­ir dags. Sam­kvæmt nýrri rann­sókn er talið að með því að bæta við tveim­ur æf­inga­tím­um á viku í pró­grammið sem fela í sér þung­ar lyft­ing­ar get­irðu minnkað fitu­pró­sent­una um þrjú pró­sent án þess að taka út kal­orí­ur.

Önnur rann­sókn frá Há­skól­an­um í Ala­bama í Bir­ming­ham leiddi í ljós að þeir sem eru í átaki og lyfta þung­um lóðum missa jafn­mörg kíló og þeir sem eru í átaki með því að gera brennsluæf­ing­ar. Það sem kom á óvart var að þeir sem lyfta þung­um lóðum breyta fitu í vöðva en hinir missa vöðva og fitu í æf­ing­um sín­um.

Þú lít­ur bet­ur út. „Kon­ur geta ekki fengið risa­stóra vöðva þar sem þær eru ekki með nægi­legt testó­sterón­magn í lík­am­an­um,“ sagði doktor Ja­son Karp, íþrótta­sál­fræðing­ur og rit­höf­und­ur. Annie Mist sann­ar það. Hún held­ur á mjög þung­um hlut­um en er ekki með risa­stóra vöðva.

Þú kem­ur í veg fyr­ir beinþynn­ingu. Lyk­ill­inn að því er að lyfta þung­um lóðum reglu­lega. Með því að lyfta viðheld­urðu bein­massa.

Þú brenn­ir fleiri kal­orí­um. Þú brenn­ir ef til vill fleiri kal­orí­um ef þú ferð í hóp­tíma í rækt­inni en ef þú lyft­ir í klukku­tíma. Niður­stöður rann­sókn­ar sem birt var í The Journal of Strength and Conditi­on­ing Rese­arch leiddi hins veg­ar í ljós að þær kon­ur sem lyftu þung­um lóðum brenndu að meðaltali 100 kal­orí­um allt að 24 klukku­stund­um eft­ir æf­ing­una.

Þú bygg­ir upp styrk á skemmri tíma. Þú ert fljót­ari að byggja upp vöðva og sérð ár­ang­ur­inn á skemmri tíma. Ef þú vilt auka kraft­inn eru þung lóð málið. Lyftu, róðu og gerðu hné­beygj­ur með lóðin og ár­ang­ur­inn mun ekki láta á sér standa.

Þú losn­ar við bumb­una. Rann­sókn sem gerð var í Há­skól­an­um í Ala­bama sýndi fram á að kon­ur sem lyftu þung­um lóðum misstu meira af inn­an­fitu en þær sem stunduðu brennsluæf­ing­ar.

Það ger­ir mikið fyr­ir ör­yggi þitt. Vöðvar geta gert mikið fyr­ir sjálfs­traustið og þú verður ör­ugg­ari með þig.

Þú kem­ur í veg fyr­ir meiðsli. Aum­ar mjaðmir og hné sem plaga þig eft­ir úti­hlaup heyra sög­unni til. Vöðvarn­ir styrkj­ast og band­vef­ur­inn í kring. Það kem­ur í veg fyr­ir að þú sért öll úti í mar­blett­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda